Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2021 12:16 Mjög góð þátttaka hefur verið í mótmælunum á Skjólgarði síðustu föstudaga. Mótmælin munu halda áfram þar til eitthvað verður gert í málefnum heimilisins. Aðsend Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Á Skjólgarði búa 27 íbúar á aldrinum 70 ára til 98 ára. Allir íbúarnir búa í tvíbýli í litlum herbergjum nema tveir einstaklingar, sem eru í einbýli. Búið er að teikna og hanna nýtt hjúkrunarheimili á staðnum fyrir 30 manns og bjóða verkið út, sem átti að vera löngu hafið. Hnífurinn í kúnni stendur hins vegar að ná kostnaðaráætlun verksins niður því lægsta tilboðið var langt yfir kostnaðaráætlun. Á meðan búa íbúarnir við algjörlega óboðlegar aðstæður. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sem segir ástandið ömurlegt á heimilinu.Aðsend Síðustu þrjá föstudaga hafa verið mótmæli á hjúkrunarheimilinu með kröfuspjöldum um að nýtt hjúkrunarheimili rísi strax en það átti að vera tilbúið í ár. Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir ástandið ömurlegt. „Það er enginn með sér salerni, það er verið að deila salerni, deila sturtuaðstöðu, það er engin aðstaða fyrir fólkið til að eiga neitt einkalíf. Það er heldur enginn staður, sem fólkið getur sest niður og talað við sína nánustu. Það þarf að skipuleggja allar sturtuferðir mjög vel því það eru svo fáar sturtur hjá okkur,“ segir Jóhanna Sigríður og bætir við. Starfsfólk Skjólgarðs með sín mótmælaspjöld.Aðsend „Þetta eru mjög lítil herbergi og ég er ekki einu sinni viss um að þau myndu standast staðla í dag fyrir einbýli en það eru samt tveir í þeim. Þetta eru ömurlegar aðstæður fyrir þetta fólk.“ Jóhanna Sigríður segist ekki hafa neitt heyrt í nýjum heilbrigðisráðherra eða einhverjum úr ríkisstjórninni vegna ástandsins á Skjólgarði og það viti engin hvernig málið þróist eða fari. Af hverju förum við svona illa með gamla fólkið okkar? Skilaboðin eru skýr frá Skjólgarði í aðdraganda jóla.Aðsend „Af því að við viljum alltaf vera að hugsa eitthvað annað, peningarnir fara eitthvert annað, ég veit ekki hvert,“ sagði Jóhanna mjög ósátt og leið yfir ástandinu á Skjólgarði. Aðstandendur fólksins sem býr á Skjólgarði hafa tekið virkan þátt í mótmælunum.Aðsend
Hornafjörður Heilbrigðismál Eldri borgarar Alþingi Hjúkrunarheimili Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira