Innlent

Fleiri þingmenn Viðreisnar smitast

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar.
María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Frambjóðendur Alþingiskosninga 2021

María Rut Kristinsdóttir, þriðji varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er með kórónuveiruna. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með veiruna á síðustu dögum og nú virðist veiran ætla að ná taki á varaþingmönnum flokksins.

María Rut segir að heilsan sé sæmileg en Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona og eiginkona Maríu Rutar, er öllu slappari.

Hjónin eru nú í einangrun ásamt sonum þeirra en drengirnir hafa allir greinst neikvæðir. María Rut segir að sóttvarnir verði í hávegum hafðar og vonandi fái strákarnir að losna úr sóttkví eftir þrjá daga.

„Þau sem þekkja mig vita að ég hef verið með töluverðan sóttkvíða og farið mjög gætilega. Passað mig og ekki sótt nein mannamót af viti. Kannski smá lýsandi að þau sem ég sendi í sóttkví er fjölskyldan mín sem ég bý með. En svona er þetta. Þetta getur bitið okkur öll. Og þetta var sannarlega ekki jólaplanið okkar,“ segir María Rut meðal annars í færslu á Facebook-síðu sinni en hana má lesa hér að neðan.


Tengdar fréttir

Erfiðara að sitja í ein­angrun en að setja sig inn í fjár­lögin

Vara­þing­menn Við­reisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjár­laga­frum­varpið um helgina til að geta tekið þátt í um­ræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þing­menn Við­reisnar hafa greinst með kórónu­veiruna. Það er ein­stakt í sögunni að svo stór þing­flokkur sé al­farið skipaður vara­mönnum vegna veikinda.

Viðreisn undirlögð af veirunni

Fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þingflokksformaðurinn bíður eftir niðurstöðu úr PCR-prófi en er ekki vongóð um að sleppa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×