Norðurá enn fegurst áa Karl Lúðvíksson skrifar 19. desember 2021 18:23 Bókin Niorðurá - Enn fegurst áa sem bókaútgáfan Sælukot gefur út er líklega ein af þeim bókum sem er skyldueign fyrir þá sem vilja kynnast Norðurá betur. Það verður líklega vandfundinn sá maður sem þekkir Norðurá betur en höfundur bókarinnar, Jón G. Baldvinsson en hann á áratuga reynslu í sínum vösum af veiðum og leiðsögn við þessa nafntoguðu á. Veiðistaðalýsingar eru vel skrifaðar og gefa þeim sem hafa þessa bók meðferðis í næsta veiðitúr í Norðurá glögga mynd af því hvernig á að nálgast veiðistaðina og hvar laxinn liggur. Það er hrein unun á dimmu vetrarkvöldi að renna í gegnum bókina og lesa sig í gegnum veiðistaðina frá efsta stað og niður á þann síðusta því við marga af þessum veiðistöðum hefur maður átt góðar minningar og tekist á við marga laxa. Bókinni er skipt niður í helstu svæðin í Norðurá og byrjar veiðistaðalýsingin á Fjallinu og þaðan niður í Dal. Að Dalnum loknum er farið í veiðistaði neðan við Glanna síðan neðan við Laxfoss og að lokum á Munaðarnesið. Þetta er vel skrifuð og hnitmiðuð bók þar sem ég get ímyndað mér að höfundur hafi lagt sig allan fram við að miðla af þekkingu sinni til þeirra sem eiga eftir að ná meistaratökum á Norðurá en að sama skapi leyfa þeim sem þekkja ánna að lesa sig í gegnum hana og rifja upp góðar stundir. Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði
Það verður líklega vandfundinn sá maður sem þekkir Norðurá betur en höfundur bókarinnar, Jón G. Baldvinsson en hann á áratuga reynslu í sínum vösum af veiðum og leiðsögn við þessa nafntoguðu á. Veiðistaðalýsingar eru vel skrifaðar og gefa þeim sem hafa þessa bók meðferðis í næsta veiðitúr í Norðurá glögga mynd af því hvernig á að nálgast veiðistaðina og hvar laxinn liggur. Það er hrein unun á dimmu vetrarkvöldi að renna í gegnum bókina og lesa sig í gegnum veiðistaðina frá efsta stað og niður á þann síðusta því við marga af þessum veiðistöðum hefur maður átt góðar minningar og tekist á við marga laxa. Bókinni er skipt niður í helstu svæðin í Norðurá og byrjar veiðistaðalýsingin á Fjallinu og þaðan niður í Dal. Að Dalnum loknum er farið í veiðistaði neðan við Glanna síðan neðan við Laxfoss og að lokum á Munaðarnesið. Þetta er vel skrifuð og hnitmiðuð bók þar sem ég get ímyndað mér að höfundur hafi lagt sig allan fram við að miðla af þekkingu sinni til þeirra sem eiga eftir að ná meistaratökum á Norðurá en að sama skapi leyfa þeim sem þekkja ánna að lesa sig í gegnum hana og rifja upp góðar stundir.
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði