Tveimur stigum munaði á liðunum í 15. og 16.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum og því mikilvægt fyrir Venezia (16.sæti) að missa Sampdoria ekki langt fram úr sér.
Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason hófu leik á varamannabekk Venezia.
Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Venezia því Manolo Gabbiadini kom Sampdoria í forystu eftir 38 sekúndur.
Staðan var enn 1-0 þegar Arnóri var skipt inn af bekknum á 69.mínútu og tókst honum að hjálpa liði sínu að innbyrða mikilvægt stig því Thomas Henry jafnaði metin á 87.mínútu og þar við sat.