Brosir örugglega fram á næsta ár eftir að hafa fengið stórt faðmlag frá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 14:01 Sara Sigmundsdóttir var ánægð með að vera komin aftur inn á keppnisgólfið Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir fékk mikið hrós frá mótshöldurum í Dúbaí fyrir að gefa sér alltaf tíma fyrir aðdáendur sína. Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni. CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni.
CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira