Forseti FIFA segir meirihluta fyrir því að hafa HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 07:01 Arsene Wenger hefur farið fremstur í flokki þegar kemur að hugmyndinni um að halda HM í fótbolta á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico - Pool/Getty Images Fulltrúar á leiðtogafundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA hafa fengið þær fregnir að ef HM í knattspyrnu verður haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra skili það allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur á fjögurra ára tímabili. Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“ FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“
FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira