Norskir fjölmiðlar fjalla um meintan ritstuld seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 10:39 Ásakanir Bergsveins á hendur Ásgeiri Jónssyni eru farnar að vekja athygli út fyrir landsteina. Í Noregi þykir það tíðindum sæta að íslenski seðlabankastjórinn skuli mega sæta öðru eins og því að vera sakaður um ritstuld. En bók Bergsveins, Svarti víkingurinn, kom út í Noregi 2013 og naut mikilla vinsælda þar í landi, seldist í 25 þúsund eintökum. vísir/vilhelm Ásakanir Bergsveins Birgissonar rithöfundar á hendur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra þess efnis að hann hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni af svarta víkingnum við ritun Eyjunnar hans Ingólfs hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla. Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs. Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs.
Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
„Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43