Sorpa dæmd til að greiða níutíu milljónir vegna útboðsklúðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 10:58 Deilan snerist um útboð á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi. Vísir/Arnar Sorpa þarf að greiða Íslenskum aðalverktökum 89,4 milljónir vegna útboðsins á byggingu Gaju, gas- og jarðgerðarsstöð Sorpu á Álfsnesi. Héraðsdómur telur Sorpu ekki hafa gætt jafnræðis á milli bjóðenda í verkið. Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað. Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Málið má rekja til þess að í nóvember árið 2017 bauð Sorpa út verk sem fólst í því að reisa gas- og jarðgerðastöð á Álfsnesi, Gaju. Fjögur tilboð bárust í verkið, þar á meðal frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboðin fjögur voru öll tíu prósent yfir kostnaðaráætlun og var þeim hafnað. Ákvað Sorpa þá að hefja samningskaupaferli við þá bjóðendur sem uppfylltu fjárhagslegar og tæknilegar kröfur til verksins. Munaði 33 milljónum Þrjú fyrirtæki tóku þátt í ferlinu og endaði Sorpa á að taka tilboði Ístaks sem var lægst, sem hljóðaði upp á fjóra milljarða og 116 milljónir. Íslenskir aðalverktakar vildu byggja stöðina, en Ístak var valið fram yfir.Vísir/Arnar Tilboð Íslenskra aðalverktaka var fjórir milljarðar og 149 milljónir króna. Mismunurinn á tilboðunum var 33,4 milljónir króna. Íslenskir aðalverktakar bentu hins vegar á að tilboð Ístaks fæli hvorki í sér einangrun í þök á hluta byggingarinnar né að steypa uppfyllti ákveðin áreitisflokk, þrátt fyrir að útboðsgögnin mæltu fyrir um hvort tveggja. Töldu Sorpu ekki hafa lagt mat á virði tilboðanna Samkvæmt matsgerð sem Íslenskir aðalverktakar lögðu fram var kostnaður við þetta metinn á 48 milljónir. Hefði þessari upphæð verið bætt við tilboð Ístaks, hefði tilboð Íslenskra aðalverktaka verið lægra. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þetta gæfi til kynna að röð tilboða hefði breyst, hefði þessi upphæð verið tekin með í reikninginn. Í Gaju fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi ekki gert neina tilraun til þess að leggja mat á virði frávika frá útboðslýsingu Telur héraðsdómur að það hafi falið í sér brot á meginreglu um jafnræði bjóðenda þar sem Sorpa hafi tekið tilboð Ístaks þrátt fyrir að tilboð væri ekki samanburðarhæft við tilboð Íslenskra aðalverktaka. Íslenskir aðalverktakar vildu 190 milljónir Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Íslenskir aðalverktakar hefðu fengið verkið ef slíkur samburður hefði farið fram. Íslenskir aðalverktakar kröfðust þess að Sorpa myndi greiða 189,5 milljónir vegna málsins, sem væri sá hagnaður sem félagið hafi orðið af við að fá verkinu ekki úthlutað. Í dómi sínum miðaði héraðsdómur við mat matsmanns sem taldi glataðan hagnað vera 88,5 milljónir króna, en alls var Sorpa dæmd til að greiða 89,4 milljónir vegna málsins, auk sex milljóna í málskostnað.
Dómsmál Sorpa Byggingariðnaður Tengdar fréttir Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46 Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. 15. september 2021 11:46
Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. 26. júní 2020 08:18