Innlent

Eitt barn á Landspítala með Covid-19

Eiður Þór Árnason skrifar
Álag hefur aukist á Landspítalanum í Fossvogi.
Álag hefur aukist á Landspítalanum í Fossvogi. Vísir/Vilhelm

Tólf einstaklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af eitt barn á barnadeild. Tveir sjúklingar eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Af sjúklingunum tólf eru tíu með virka sýkingu og í einangrun.

Alls eru 2.035 í símaeftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 718 börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans.

286 greindust með Covid-19 innanlands í gær og veldur umfangið gríðarlegu álagi á Covid-göngudeildina, símaverið og rakningarteymi Landspítalans.

„Staðan á spítalanum er mjög erfið vegna mikils aðflæðis sjúklinga, bágrar stöðu legurýma og erfiðleika við að manna deildir. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn hafa þungar áhyggjur af stöðunni og þeim blikum sem eru á lofti hvað faraldurinn varðar,“ segir í tilkynningu farsóttanefndar.

Landspítalinn er áfram á hættustigi og er í gildi heimsóknarbann nema gerðar séu sérstakar undantekningar af stjórnendum viðkomandi deildar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×