Bergen situr á botni deildarinnar og hafði aðeins unnið einn leik af 15 þegar liðið tók á móti toppliðinu, og því hefi mátt núast við nokkuð öruggum sigri Orra og félaga.
Heimamenn í Bergen voru þó öflugri í fyrri hálfleik og leiddu í hléi, 13-12.
Gestirnir í Elverum tóku svo forystuna snemma í síðari hálfleik og létu hana aldrei af hendi eftir það. Þeir juku forkot sitt hægt og rólega og unnu að lokum góðan sjö marka sigur, 23-30.
Elverum situr eins og áður segir á toppi norsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir 16 leiki, átta stigum á undan Drammen sem situr í öðru sæti. Bergen situr hins vegar sem fastast á botninum með fjögur stig.