Albert lékk allan leikinn í fremstu víglínu fyrir AZ Alkmaar, en það var Jesper Karlsson sem skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu.
Liðið hefur verið á fljúgandi siglingu upp töfluna í hollensku deildinni eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
AZ Alkmaar situr nú í fimmta sæti deildarinnar með 32 stig eftir 18 leiki, átta stigum á eftir toppliði Ajax sem hefur þó leikið einum leik minna. Groningen situr hins vegar í 12. sæti með 19 stig.