Lögregla, tækjabifreið frá slökkviliði og sjúkralið var kallað á vettvang slyssins en beita þurfti klippum til að ná einum út úr bifreið hans.
Upplýsingar um alvarleika meiðsla liggja ekki fyrir en einn var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi en aðrir á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu voru ökutækin þrjú ekki ökuhæf eftir slysið og þau flutt af vettvangi með kranabílum. Rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa fór á vettvang.