Brúneggjamálinu vísað frá dómi Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2021 16:13 Ekki er víst að málinu sé lokið þó héraðsdómur hafi vísað máli eigenda Brúneggja frá en þeir óskuðu eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins. Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29