Handbolti

Teitur Örn hafði betur í Suðurlandsslagnum í Bundesligunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Teitur Örn Einarsson.
Teitur Örn Einarsson. vísir/getty

Sex Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Teitur Örn Einarsson var næstmarkahæstur hjá Flensburg í þriggja marka sigri á Melsungen, 27-24, en Teitur nýtti öll fimm skot sín í leiknum. Sveitungi hans hjá Melsungen, Elvar Örn Jónsson, gerði slíkt hið sama en Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen.

Ýmir Örn Gíslason stóð vaktina í vörn Rhein Neckar Löwen sem steinlág fyrir Erlangen, 36-26.

Viggó Kristjánsson var markahæstur í liði Stuttgart, nýtti öll átta skot sín í fjögurra marka tapi fyrir Kiel, 35-31.

Janus Daði Smárason gerði eitt mark fyrir Göppingen sem vann góðan tveggja marka sigur á Hannover-Burgdorf, 32-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×