Ekki kvíðinn fyrir tónleikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2021 14:31 Emmsjé Gauti greip í þverflautuna á tónleikunum í gær. Árni Guðmundsson Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, segist ekki stressaður fyrir þrennum jólatónleikum sem eru á dagskrá hjá honum í kvöld þrátt fyrir fjölda smitaðra af kórónuveirunni í þjóðfélaginu. Hann segist ætla að líta jákvætt á stöðuna frekar en að einblína á öll leiðinlegu smáatriðin. Jólatónleikar Jülevenner Emmsjé Gauta hafa skipað sér nokkurn sess hér á landi frá því að þeir voru fyrst haldnir árið 2017, þá í Gamla bíói. Undanfarin tvö ár hefur orðið nokkuð rask þar á eins og í flestu öðru og þegar heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir á þriðjudag var útlit fyrir að ekki tækist að klára tónleikana alla, sem eru sex í heildina. Gauti segist ekki kvíðinn fyrir tónleikunum í kvöld, þrátt fyrir að von sé á mörgum og stöðuna í samfélaginu.Árni Guðmundsson Þrennir tónleikar fóru fram í gær og þrennir í dag. Gauti taldi þegar fyrstu fréttir bárust af hertum takmörkunum að ekkert yrði úr Þorláksmessutónleikunum en hann, eins og fleiri, fékk undanþágu hjá heilbrigðisráðherra, og fær að halda tónleikana samkvæmt þeim sóttvarnareglum sem féllu úr gildi á miðnætti í dag. Léttir að enginn listamannanna hafi verið sendur í sóttkví Gauti segir að þrátt fyrir hertar takmarkanir rétt fyrir jól og mikla aukningu smita undanfarna daga hafi stemningin á tónleikum gærdagsins verið gríðarleg. „Þetta var eiginlega gjörsamlega sturlað og fram úr öllum vonum. Maður var auðvitað að velta því fyrir sér hvort yrði gaman fyrst allir yrðu með grímu. Hvernig verður það? En þegar uppi er staðið var þetta gjörsamlega sturlað,“ segir Gauti, hás eftir fjör gærdagsins. Þrátt fyrir undanþáguna réðist teymið á bak við tónleikana í mikla vinnu við að auka sóttvarnir svo um munaði. „Við auðvitað réðum inn auka fólk fyrir viðburðinn þannig að við vorum með auka gæslu á okkar vegum og ég held meira að segja að húsið hafi gert það sama. Það voru allir hraðprófaðir og sem betur fer misstum við enga listamenn út í sóttkví,“ segir Gauti, sem fór einmitt yfir þessar auknu sóttvarnir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann segir tónleika gærdagsins hafa farið vel fram og hvergi að sjá að nokkur vitleysa væri í gangi meðal tónleikagesta. „Ég held að fólk hafi verið mjög meðvitað. Við tókum það líka fram inni í tónleikunum og ég held að fólk hafi verið meðvitað um að við verum á algjöru tækifærisleyfi. Auðvitað langar mig ekki að allir séu með grímu og það er ekkert mín ósk að þetta sé svona en á meðan þetta er svona þá bara verður maður að spila leikinn,“ segir Gauti. Þeir sem vilji ekki bera grímu verði bara heima Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að ung kona hafi verið handtekin í Vesturbæ í gær en hún hafði verið til ama á tónleikum. Tónleikum Emmsjé Gauta. Konan neitaði að bera grímu, hrækti á starfsmenn, sló til þeirra og klóraði. Gauti segir þetta eina atvikið, sem hann viti til, sem eitthvað vesen var með. „Það eina sem ég veit er að tónleikagestur neitar að vera með grímu og tekur þarna smá æðiskast í kjölfarið en mér finnst það líka sýna fram á hve góða gæslu við erum með að ein manneskja neitaði að vera með grímu og það endaði með því að henni var vísað frá,“ segir Gauti. Honum finnist sorglegt að þurft hafi að vísa konunni frá og málið endað með leiðindum. „Ég vildi óska þess að manneskjan hefði sett upp grímu eða kosið að fara. Fólk er að kjósa að fara á viðburði á meðan ástandið er svona viðkvæmt og ég skil líka vel afstöðuna að vilja ekki fara á viðburð og setja upp grímu. En þá áttu bara ekki að vera að fara á viðburð núna. Þá áttu bara að bíða eftir að það tækifæri komi,“ segir Gauti. Frussum í eyrun á öllum þegar kófið er búið Honum þyki sjálfum leiðinlegt að staðan sé þessi. „Við værum til í að allir væru á háhest og að frussa í eyrun á öllum en þetta verður bara að vera svona og sérstaklega í ljósi þess að við erum á undanþágu, sem við gætum ekki verið þakklátari fyrir og vitum vel að er ekki sjálfsögð. Þá finnst okkur þetta bara vera krúsíal atriði að allir séu að taka þátt í þessu með okkur.“ Að sögn fólks sem var á tónleikunum í gær var öryggisgæsla mikil. Öryggisverðir voru til að mynda staðsettir fyrir framan Háskólabíó og kölluðu hátt til áminningar áður en fólk fór inn að það ætti að bera grímu fyrir vitum og halda góðri fjarlægð. Þá voru þeir mjög sýnilegir og fylgdust vel með. Þá hafi par í salnum greinilega ætlað að vera grímulaust en hópur sem sat í röðinni fyrir aftan hafi gert athugasemd um það við parið, sem hafi í snarhasti hent upp grímum. Selma með bakdansarana sína. Minnir óneitanlega á eitt gott tuttugu ára gamalt Eurovisionlag.Vísir „Ég held að það sem fólk er að átta sig á að með því að vera með okkur í þessu er að: Hey, ef þú setur ekki grímuna upp þá mögulega þarf að stoppa giggið eða verður eitthvað vesen. Og ég bara biðla til fólks: plís, gerum þetta saman, svona núna og síðan næst þegar þetta er búið þá sleikjum við öll handrið inni í Háskólabíó og mætum ekki í sokkum. Það verður þannig stemning þá en þangað til verða allir að passa sig,“ segir Gauti hlæjandi. Minna ráp með minni drykkju Engin veitingasala var á tónleikunum og telur Gauti það miklu máli skipta. „Maður varð var við það að það er minna ráp. Ég held að það hafi líka skipt sköpum sem aukasóttvörn. Ef barinn væri opinn og fólk að drekka meira væri þetta annað en við getum auðvitað ekki stoppað það sem gerist fyrir utan Háskólabíó. Við erum ekki að taka forræðishyggjuna á þetta og stoppa fólk við að fá sér eitt rauðvínsglas heima fyrir tónleika,“ segir Gauti. „En við hvetjum auðvitað alla til að halda þessu í hófi núna.“ Gauta er greinilega margt til lista lagt en hann settist niður við flygilinn í gær.Árni Guðmundsson Þrennir tónleikar verða í kvöld auk þess að tónleikar gærdagsins verða sýndir í streymi. Gauti segir enn einhverja miða til á tónleikana, þar sem einhverjir gestir hafi dottið út vegna sóttkvíar og vegna jákvæðrar greiningar á hraðprófum fyrir tónleikana. „Það er eitthvað sem ég er búinn að vera benda aftur og aftur á: er ekki bara betra að hafa viðburði og senda fólk í hraðpróf, þannig erum við líka að ná einhverjum smitum,“ spyr Gauti. „Það er ekki uppselt eins og staðan er núna en ég hef trú á því að þessir miðar fari fljótt þegar fólk sér hvað var gaman í gær.“ Fólkið heima setji líka upp grímu til að taka þátt í stemningunni Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleika kvöldsins en eru nú í sóttkví að nýta sér streymið. „Ég er meira að segja búinn að vera að mæla með því að fólk sé með grímu heima bara til að taka þátt í stemningunni,“ segir hann. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að geta horft framan í fólk en það verði að bíða betri tíma. „Auðvitað er miklu skemmtilegra að horfa framan í fólk og sjá það brosa og allt það en ég fann að allir voru að brosa og þetta fór vonum framar. Auðvitað myndi ég segja að það sé meiri stemning grímulaust en það var geggjuð stemning,“ segir hann. Aron Can skemmti gestum Jülevenner í gær, og í kvöld.Vísir „En það eru til tvær leiðir til að horfa á þetta: Það er að kvarta undan litlu smáatriðunum sem eru leiðinleg, eða bara að vera ótrúlega þakklátur og jákvæður fyrir að fá að halda gigg í ár og ég kýs að tileinka mér seinni kostinn.“ Ekki sama en lítið stressaður Hann segist ekki kvíðinn fyrir tónleikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita innanlands og varnaðarorð heilbrigðisyfirvalda. „Það stressar mig ekki af þeirri ástæðu að það eru allir hraðprófaðir sem koma til okkar. Það eru allir hraðprófaðir, og ekki bara frammi, við erum öll hraðprófuð í staffinu. Meira að segja liðið sem við réðum inn þau eru að tékka á okkur líka,“ segir hann. „Síðan eru sóttvarnir upp á tíu. Auðvitað er mér ekki sama en með þessu skipulagi þá líður mér bara mjög vel í Háskólabíói.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. 23. desember 2021 12:15 Tónleikagestur neitaði að bera grímu og hrækti á starfsfólk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti sjö einstaklingum í gær sem eru grunaðir um sóttvarnabrot. Sex voru saman í hóp og voru að yfirgefa veitingastað með áfengisflöskur í höndum þegar lögregla sá til þeirra. 23. desember 2021 06:18 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jólatónleikar Jülevenner Emmsjé Gauta hafa skipað sér nokkurn sess hér á landi frá því að þeir voru fyrst haldnir árið 2017, þá í Gamla bíói. Undanfarin tvö ár hefur orðið nokkuð rask þar á eins og í flestu öðru og þegar heilbrigðisráðherra kynnti hertar takmarkanir á þriðjudag var útlit fyrir að ekki tækist að klára tónleikana alla, sem eru sex í heildina. Gauti segist ekki kvíðinn fyrir tónleikunum í kvöld, þrátt fyrir að von sé á mörgum og stöðuna í samfélaginu.Árni Guðmundsson Þrennir tónleikar fóru fram í gær og þrennir í dag. Gauti taldi þegar fyrstu fréttir bárust af hertum takmörkunum að ekkert yrði úr Þorláksmessutónleikunum en hann, eins og fleiri, fékk undanþágu hjá heilbrigðisráðherra, og fær að halda tónleikana samkvæmt þeim sóttvarnareglum sem féllu úr gildi á miðnætti í dag. Léttir að enginn listamannanna hafi verið sendur í sóttkví Gauti segir að þrátt fyrir hertar takmarkanir rétt fyrir jól og mikla aukningu smita undanfarna daga hafi stemningin á tónleikum gærdagsins verið gríðarleg. „Þetta var eiginlega gjörsamlega sturlað og fram úr öllum vonum. Maður var auðvitað að velta því fyrir sér hvort yrði gaman fyrst allir yrðu með grímu. Hvernig verður það? En þegar uppi er staðið var þetta gjörsamlega sturlað,“ segir Gauti, hás eftir fjör gærdagsins. Þrátt fyrir undanþáguna réðist teymið á bak við tónleikana í mikla vinnu við að auka sóttvarnir svo um munaði. „Við auðvitað réðum inn auka fólk fyrir viðburðinn þannig að við vorum með auka gæslu á okkar vegum og ég held meira að segja að húsið hafi gert það sama. Það voru allir hraðprófaðir og sem betur fer misstum við enga listamenn út í sóttkví,“ segir Gauti, sem fór einmitt yfir þessar auknu sóttvarnir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann segir tónleika gærdagsins hafa farið vel fram og hvergi að sjá að nokkur vitleysa væri í gangi meðal tónleikagesta. „Ég held að fólk hafi verið mjög meðvitað. Við tókum það líka fram inni í tónleikunum og ég held að fólk hafi verið meðvitað um að við verum á algjöru tækifærisleyfi. Auðvitað langar mig ekki að allir séu með grímu og það er ekkert mín ósk að þetta sé svona en á meðan þetta er svona þá bara verður maður að spila leikinn,“ segir Gauti. Þeir sem vilji ekki bera grímu verði bara heima Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að ung kona hafi verið handtekin í Vesturbæ í gær en hún hafði verið til ama á tónleikum. Tónleikum Emmsjé Gauta. Konan neitaði að bera grímu, hrækti á starfsmenn, sló til þeirra og klóraði. Gauti segir þetta eina atvikið, sem hann viti til, sem eitthvað vesen var með. „Það eina sem ég veit er að tónleikagestur neitar að vera með grímu og tekur þarna smá æðiskast í kjölfarið en mér finnst það líka sýna fram á hve góða gæslu við erum með að ein manneskja neitaði að vera með grímu og það endaði með því að henni var vísað frá,“ segir Gauti. Honum finnist sorglegt að þurft hafi að vísa konunni frá og málið endað með leiðindum. „Ég vildi óska þess að manneskjan hefði sett upp grímu eða kosið að fara. Fólk er að kjósa að fara á viðburði á meðan ástandið er svona viðkvæmt og ég skil líka vel afstöðuna að vilja ekki fara á viðburð og setja upp grímu. En þá áttu bara ekki að vera að fara á viðburð núna. Þá áttu bara að bíða eftir að það tækifæri komi,“ segir Gauti. Frussum í eyrun á öllum þegar kófið er búið Honum þyki sjálfum leiðinlegt að staðan sé þessi. „Við værum til í að allir væru á háhest og að frussa í eyrun á öllum en þetta verður bara að vera svona og sérstaklega í ljósi þess að við erum á undanþágu, sem við gætum ekki verið þakklátari fyrir og vitum vel að er ekki sjálfsögð. Þá finnst okkur þetta bara vera krúsíal atriði að allir séu að taka þátt í þessu með okkur.“ Að sögn fólks sem var á tónleikunum í gær var öryggisgæsla mikil. Öryggisverðir voru til að mynda staðsettir fyrir framan Háskólabíó og kölluðu hátt til áminningar áður en fólk fór inn að það ætti að bera grímu fyrir vitum og halda góðri fjarlægð. Þá voru þeir mjög sýnilegir og fylgdust vel með. Þá hafi par í salnum greinilega ætlað að vera grímulaust en hópur sem sat í röðinni fyrir aftan hafi gert athugasemd um það við parið, sem hafi í snarhasti hent upp grímum. Selma með bakdansarana sína. Minnir óneitanlega á eitt gott tuttugu ára gamalt Eurovisionlag.Vísir „Ég held að það sem fólk er að átta sig á að með því að vera með okkur í þessu er að: Hey, ef þú setur ekki grímuna upp þá mögulega þarf að stoppa giggið eða verður eitthvað vesen. Og ég bara biðla til fólks: plís, gerum þetta saman, svona núna og síðan næst þegar þetta er búið þá sleikjum við öll handrið inni í Háskólabíó og mætum ekki í sokkum. Það verður þannig stemning þá en þangað til verða allir að passa sig,“ segir Gauti hlæjandi. Minna ráp með minni drykkju Engin veitingasala var á tónleikunum og telur Gauti það miklu máli skipta. „Maður varð var við það að það er minna ráp. Ég held að það hafi líka skipt sköpum sem aukasóttvörn. Ef barinn væri opinn og fólk að drekka meira væri þetta annað en við getum auðvitað ekki stoppað það sem gerist fyrir utan Háskólabíó. Við erum ekki að taka forræðishyggjuna á þetta og stoppa fólk við að fá sér eitt rauðvínsglas heima fyrir tónleika,“ segir Gauti. „En við hvetjum auðvitað alla til að halda þessu í hófi núna.“ Gauta er greinilega margt til lista lagt en hann settist niður við flygilinn í gær.Árni Guðmundsson Þrennir tónleikar verða í kvöld auk þess að tónleikar gærdagsins verða sýndir í streymi. Gauti segir enn einhverja miða til á tónleikana, þar sem einhverjir gestir hafi dottið út vegna sóttkvíar og vegna jákvæðrar greiningar á hraðprófum fyrir tónleikana. „Það er eitthvað sem ég er búinn að vera benda aftur og aftur á: er ekki bara betra að hafa viðburði og senda fólk í hraðpróf, þannig erum við líka að ná einhverjum smitum,“ spyr Gauti. „Það er ekki uppselt eins og staðan er núna en ég hef trú á því að þessir miðar fari fljótt þegar fólk sér hvað var gaman í gær.“ Fólkið heima setji líka upp grímu til að taka þátt í stemningunni Hann hvetur þá sem áttu miða á tónleika kvöldsins en eru nú í sóttkví að nýta sér streymið. „Ég er meira að segja búinn að vera að mæla með því að fólk sé með grímu heima bara til að taka þátt í stemningunni,“ segir hann. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að geta horft framan í fólk en það verði að bíða betri tíma. „Auðvitað er miklu skemmtilegra að horfa framan í fólk og sjá það brosa og allt það en ég fann að allir voru að brosa og þetta fór vonum framar. Auðvitað myndi ég segja að það sé meiri stemning grímulaust en það var geggjuð stemning,“ segir hann. Aron Can skemmti gestum Jülevenner í gær, og í kvöld.Vísir „En það eru til tvær leiðir til að horfa á þetta: Það er að kvarta undan litlu smáatriðunum sem eru leiðinleg, eða bara að vera ótrúlega þakklátur og jákvæður fyrir að fá að halda gigg í ár og ég kýs að tileinka mér seinni kostinn.“ Ekki sama en lítið stressaður Hann segist ekki kvíðinn fyrir tónleikum kvöldsins þrátt fyrir fjölda smita innanlands og varnaðarorð heilbrigðisyfirvalda. „Það stressar mig ekki af þeirri ástæðu að það eru allir hraðprófaðir sem koma til okkar. Það eru allir hraðprófaðir, og ekki bara frammi, við erum öll hraðprófuð í staffinu. Meira að segja liðið sem við réðum inn þau eru að tékka á okkur líka,“ segir hann. „Síðan eru sóttvarnir upp á tíu. Auðvitað er mér ekki sama en með þessu skipulagi þá líður mér bara mjög vel í Háskólabíói.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. 23. desember 2021 12:15 Tónleikagestur neitaði að bera grímu og hrækti á starfsfólk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti sjö einstaklingum í gær sem eru grunaðir um sóttvarnabrot. Sex voru saman í hóp og voru að yfirgefa veitingastað með áfengisflöskur í höndum þegar lögregla sá til þeirra. 23. desember 2021 06:18 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða. 23. desember 2021 12:15
Tónleikagestur neitaði að bera grímu og hrækti á starfsfólk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti sjö einstaklingum í gær sem eru grunaðir um sóttvarnabrot. Sex voru saman í hóp og voru að yfirgefa veitingastað með áfengisflöskur í höndum þegar lögregla sá til þeirra. 23. desember 2021 06:18
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25