Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 21:41 30 kílógrömm af grasi er á við heildarmagn haldlagt árið 2017 á öllu landinu. Vísir/Snorri Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur. Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði. Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði.
Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25
Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22
Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00