Beitir neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 14:33 Andrzej Duda sagði að lögin hefðu haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. EPA Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem pólska þingið samþykkti á dögunum og takmörkuðu erlent eignarhald. Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09