Í kvörtuninni kemur fram að í tvígang hafi þurft að beita sérstökum árekstrarvara til þess að færa geimstöðina úr stað til að koma í veg fyrir að Starlink-gervihnettir SpaceX og geimstöðin rækust saman í geimnum.
Tilkynningin um kvörtunina var send til nefndar Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega nýtingu geimsins, sem heldur utan um samning þess efnis.
Kína óskar eftir því að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna komi þessari tilkynningu til allra aðildarþjóða geimsamningsins, segir í kvörtun Kínverja.
SpaceX hefur skotið á loft um 1.600 gervihnöttum vegna Starlink-verkefnisins og hefur fengið leyfi yfirvalda í Bandaríkjunum til að skjóta upp tólf þúsund í viðbót. Markmiðið er að dreifa nettengingu um allan heiminn.