Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í Ally Pally og líkt og áður eru tvær útsendingar í dag. Fyrri útsendingin hefst á Stöð 2 Sport 3 klukkan 12:30 og sú síðari klukkan 19:00, en þá hefjast 16-manna úrslitin.
Þá er einn leikur á dagskrá í spænsku ACB deildinni í körfubolta í kvöld þegar Surne Bilbao Basket tekur á móti Unicaja klukkan 20:20 á Stöð 2 Sport 2.
Það eru svo vinkonurnar í Babe Patrol sem eiga lokaorð kvöldsins en það eru þær Alma, Eva, Högna og Kamila sem skipa teymið. Útsending hefst á slaginu 21:00 á Stöð 2 eSport.