Reykjavíkurborg hafi byggt ákvörðun á röngum upplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 18:24 Tilboð Vörðubergs var lægst, að fjárhæð 92.452.054 krónur en Reykjavíkurborg tók næstlægsta tilboðinu sem hljóðaði upp á 136.803.337 krónur. Vísir/Vilhelm Kærunefnd úrskurðaði nýlega að Reykjavíkurborg bæri að greiða fyrirtækinu Vörðubergi skaðabætur eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í gangstéttaviðgerðir borgarinnar. Reykjavíkurborg byggði ákvörðunina á því að meintur eigandi fyrirtækisins hafi áður verið dæmdur fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg auglýsti eftir tilboðum í gangstéttaviðgerðir í apríl á þessu ári. Fyrirtækið Vörðuberg gerði tilboð upp á 92,5 milljónir sem var langlægsta tilboðið sem barst. Borgin ákvað þó ákvað að sniðganga tilboð fyrirtækisins á þeim grundvelli að meintur eigandi hafi áður hlotið dóm fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg ákvað því að taka öðru tilboði sem var tæpum fjörutíu milljónum króna hærra en tilboð Vörðubergs. Reykjavíkurborg bar fyrir sig að höfnun borginnar á tilboðinu mætti rekja til skattlagabrota þáverandi eiganda Vörðubergs. Borginni hafi því verið skylt samkvæmt lögum um opinber innkaup að útiloka fyrirtækið frá útboðinu og hafna tilboðinu. Borgin byggt ákvörðunina á röngum forsendum Vörðuberg bar hins vegar fyrir sig að þegar útboðið fór fram hafi eigandinn, sem dæmdur hafði verið fyrir skattsvik, verið búinn að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Samkvæmt því hafi forsenda Reykjavíkurborgar fyrir höfnun tilboðs fyrirtækisins verið röng. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að verktakinn hafi ekki lengur verið eigandi fyrirtækisins þegar útboðið fór fram en hann hafði selt hlut sinn í fyrirtækinu um fimm mánuðum áður en Vörðuberg gerði tilboð í gangstéttaviðgerðirnar. Ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi því verið reist á röngum upplýsingum um eignarhald. Kærunefndin komst enn fremur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg bæri að greiða Vörðubergi skaðabætur og 700.000 krónur í málskostnað. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Reykjavíkurborg auglýsti eftir tilboðum í gangstéttaviðgerðir í apríl á þessu ári. Fyrirtækið Vörðuberg gerði tilboð upp á 92,5 milljónir sem var langlægsta tilboðið sem barst. Borgin ákvað þó ákvað að sniðganga tilboð fyrirtækisins á þeim grundvelli að meintur eigandi hafi áður hlotið dóm fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg ákvað því að taka öðru tilboði sem var tæpum fjörutíu milljónum króna hærra en tilboð Vörðubergs. Reykjavíkurborg bar fyrir sig að höfnun borginnar á tilboðinu mætti rekja til skattlagabrota þáverandi eiganda Vörðubergs. Borginni hafi því verið skylt samkvæmt lögum um opinber innkaup að útiloka fyrirtækið frá útboðinu og hafna tilboðinu. Borgin byggt ákvörðunina á röngum forsendum Vörðuberg bar hins vegar fyrir sig að þegar útboðið fór fram hafi eigandinn, sem dæmdur hafði verið fyrir skattsvik, verið búinn að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Samkvæmt því hafi forsenda Reykjavíkurborgar fyrir höfnun tilboðs fyrirtækisins verið röng. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að verktakinn hafi ekki lengur verið eigandi fyrirtækisins þegar útboðið fór fram en hann hafði selt hlut sinn í fyrirtækinu um fimm mánuðum áður en Vörðuberg gerði tilboð í gangstéttaviðgerðirnar. Ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi því verið reist á röngum upplýsingum um eignarhald. Kærunefndin komst enn fremur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg bæri að greiða Vörðubergi skaðabætur og 700.000 krónur í málskostnað. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira