Um klukkan 21 var tilkynnt um rúðubrot í póstnúmerinu 104 og aftur um klukkan 1 í nótt, en þá í miðborginni. Vitað er hver stóð að seinna rúðubrotinu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar.
Um klukkan 2 var einn handtekinn vegna ölvunar og látin gista fangageymslu og þá voru tveir ökumenn stöðvaðir, annar var á bifreið án skráningamerkja en hinn réttindalaus.