Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2021 14:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er maður ársins 2021 að mati fréttastofu Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar. Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar.
Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira