Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. desember 2021 07:35 "Bjórkjötið" hjá Davíð hefur slegið í gegn hjá neytendum enda hefur hann ekki undan að framleiða kjöt í áhugasama viðskiptavini hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta. Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira