Um siðferði blóðmerahalds Svanur Sigurbjörnsson skrifar 31. desember 2021 11:01 Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt og skrifað um blóðmerahald á Íslandi í kjölfar heimildarmyndar dýraverndarsamtaka sem sýndi harkalegar aðfarir að fylfullum merunum við þær blóðtökur sem framkvæmdar eru reglubundið til að afla hormónsins equine Chorionic Gonadotropin, eCG. Hormónið er til ýmissa nota, mestmegnis þó til að stilla gangmál búfénaðar eins og svína, sauðfés og nautgripa og auka þannig kjötframleiðslu. Til er annað efnafræðilega tilbúið lyf (cloprostenol) sem gegnir sama tilgangi fyrir búfjárræktendur. Í siðferðilegu tilliti er þetta mikilvæg staðreynd því hún bendir á að það sé til annar valkostur sem felur ekki í sér þjáningu blóðmera. Í siðferðilegu tilliti skiptir mestu máli hvort þau dýr sem eru til ýmissa nytja manna séu ekki látin endurtekið og markvert þjást fyrir markmiðið. Dýr eru ekki lengur talin skynlaus og gleymin tæki manna líkt og lengi var haldið fram. Við blóðtökur á blóðmerum er stórri nál stungið í æð á hálsi hestsins eftir húðdeyfingu með fínni nál. Stingurinn við fínu deyfingarsprautuna meiðir í skamma stund og ef deyfingin hefur verið rétt sett í á svera blóðtökunálin ekki að meiða. Það er þó þannig að rétt eins og með okkur mennina þá stafar öllum spendýrum ógn af nálum og hlutum sem valda styngjum eða eru reknir inn fyrir húðina. Þó hættan sé nánast engin vita hestar það ekki (rétt eins og börn) og þeir þróa auðveldlega með sér hræðslu- og flóttaviðbragð. Líðan spendýrs við slíkar aðstæður er hræðileg og hryssa í slíkum felmtursham getur ekki staðið kyrr og beðið eftir því að vera stungin. Hið siðferðilega rétta í slíkri stöðu er að hætta við að stinga dýrið í stað þess að þröngva því inn í níðþrönga stíu og halda áfram. Höfum einnig í huga að blóðmerarnar í þessum eCG-iðnaði eru ótamdar og óvanar manneskjum. Þær treysta þeim ekki. Það má hugsa sér réttmætar undantekningar á því að stinga hesta með holnálum þó þeir séu ótamdir og hræddir. Það er þegar ástæðan er hestinum jafn mikið í hag og búrekstrinum, t.d. ef hestur er veikur og þarf lyf eða rannsókn á blóði til greiningar á veikindum. Þá væri heldur ekki um reglubundna viðburði þjáningar að ræða heldur einungis á meðan nauðsyn bæri til í þágu heilsu hestsins. Hvað þá með merar sem hræðast ekki nálarnar og eru rólegir á meðan blóðtöku stendur? Þá er einkum það heilsufarslega sem skiptir máli. Rétt eins og hjá okkur mönnum er góð heilsa og það að vera laus við líkamlega vanlíðan ein mikilvægustu siðferðisverðmæti dýra. Siðferðilega krafan til skaðleysis er afar rík og ófrávíkjanleg, ólíkt kröfunni um aukin gæði eða þægindi, sem veikari skylda er við. Það skyldi aldrei viljandi leggja á dýr kvaðir sem skerða heilsu þeirra og líðan, sérstaklega ekki endurtekið og kerfisbundið. Það er erfitt að hugsa sér nokkrar réttmætar undantekningar á slíku. Það er einkum magn blóðtökunnar og afleiðingar blóðtapsins sem eru mjög líklega heilsuspillandi fyrir merarnar í þessum iðnaði á Íslandi. Í greininni „Blóðmerahald – Hvað segja vísindin?“ skrifaði Rósa Líf Darradóttir læknir og hestaeigandi um tíðni og magn blóðtökunnar hjá blóðmerunum. Þar kom m.a. fram að blóðtökurnar eru langt umfram það magn og tíðni sem viðurkennt hefur verið erlendis að séu mörk öryggis fyrir heilsu hesta. Rósa Líf hefur ítrekað beðið hinn stórtæka blóðmerahaldara Ísteka um að koma fram með þær rannsóknir (eða mælingar) sem forsvarsmenn þeirra vitna í að sanni að blóðtökurnar ógni ekki heilsu meranna en þær eru enn ekki komnar fram. Það verður að teljast líklegt að væru slík gögn fyrir hendi myndi ekki standa á því að opinbera þau. Ekki eru persónuverndarsjónarmið í veginum í tilviki hesta. Þau rök sem Rósa Líf færir fram út frá því sem þekkt eru um blóðtökurnar eru sannfærandi og benda til að merarnar séu settar í heilsufarshættu og líði fyrir það. Engin sönnunargögn hafa komið fram um skaðleysi blóðmerabúskapsins hjá Ísteka en Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur skrifað nokkrar greinar til varnar blóðmerahaldinu. Þann 19. des. sl. skrifaði hann að „Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum“ og nefnir því ýmis stefnumið og „dýravelferðarsamninga“ til stuðnings. Arnþór einangrar vandann og færir sökina á tvö bú sem Ísteka hafi í kjölfarið hætt viðskiptum við. Engin sannindi eru þó færð fram gagnvart fyrrgreindri gagnrýni um þjáningu blóðmera óháð því frá hvaða búi þær koma og heimildamyndin sagði meira en öll orð um hvað er í gangi. Arnþór nefnir verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið, að eCG sé leyft í Evrópu (en nefnir ekki að blóðmerahald sé það ekki) og í skrifum þann 29. des. sl. að framleiðsla og „rétt notkun“ þess hafi „jákvæð áhrif á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd“. Það þurfi færri dýr til að skila sama afurðamagni. Þó við gæfum okkur að þessar ástæður væru sannar dugir það samt ekki til að réttlæta þjáningarfullt dýrahald og gegndarlausa framleiðslu á hestum í þessum tilgangi. Í siðferðilegu gildismati gengur þjáningarleysi og heilsufarslegt öryggi einstaklinga alltaf á undan fjárhagslegum hagnaði fyrirtækja eða samfélags. Um slíka hluti gilda djúpstætt grundaðar hömlur sem eiga sér sögulega hliðstæðu í t.d. mannlegu þrælahaldi. Það er alveg sama hve mikill gróðinn er, að hann á aldrei að byggja á því sem óhjákvæmilega veldur þjáningum og heilsuleysi dýra. Varðandi rökin um kolefnissporið þá ber að hafa í huga að hestar í blóðmerabúskap hér eru orðnir um 5.400 talsins en aðrir hestar um 80 þúsund. Aukinn fjöldi dýra í framleiðslu er það sem eykur mest kolefnissporið, óháð hagkvæmni. Fyrir liggur umsókn Ísteka hjá Umhverfisstofnum um að auka umsvifin í að vinna efnið úr 600 tonnum af blóði árlega. Þetta gæfi fyrirtækinu svigrúm til að halda 20 þúsund hryssur í blóðtökum með tilheyrandi stækkun á kolefnispori. Það er ljóst að ábendingin um minnkað kolefnisspor er einungis fyrirsláttur því markmið starfseminnar samræmist því ekki. Samantekið er ljóst að vinnsla eCG úr blóði mera er engin nauðsyn og það er til lyfjafræðilegur valkostur (cloprostenol) fyrir þau not sem eCG er framleitt fyrir í þessum massavís. Efnahagslegur ávinningur réttlætir ekki starfsemi sem kerfislægt og endurtekið veldur þjáningu og líklega heilsuleysi dýra. Félag Hrossabænda sendi þann 23. nóv. sl. yfirlýsingu þar sem vinnubrögðin við blóðtöku meranna voru fordæmd. Það var einnig „skýlaus krafa Félags hrossabænda að rannsakað verði það sem fram kemur á myndbandinu …“. Að mínu mati finnst mér sökum þess sem ég rakið að fylgja eigi fordæmi þess mikla meirihluta þjóða sem leyfa ekki blóðmerahald eða iðka það ekki (þó leyft sé) sökum siðferðilega óverjandi ástæðna. Við eigum ekki bara að afla tekna, heldur með því móti sem sómi er af. Höfundur er læknir og með MA gráðu í hagnýtri siðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt og skrifað um blóðmerahald á Íslandi í kjölfar heimildarmyndar dýraverndarsamtaka sem sýndi harkalegar aðfarir að fylfullum merunum við þær blóðtökur sem framkvæmdar eru reglubundið til að afla hormónsins equine Chorionic Gonadotropin, eCG. Hormónið er til ýmissa nota, mestmegnis þó til að stilla gangmál búfénaðar eins og svína, sauðfés og nautgripa og auka þannig kjötframleiðslu. Til er annað efnafræðilega tilbúið lyf (cloprostenol) sem gegnir sama tilgangi fyrir búfjárræktendur. Í siðferðilegu tilliti er þetta mikilvæg staðreynd því hún bendir á að það sé til annar valkostur sem felur ekki í sér þjáningu blóðmera. Í siðferðilegu tilliti skiptir mestu máli hvort þau dýr sem eru til ýmissa nytja manna séu ekki látin endurtekið og markvert þjást fyrir markmiðið. Dýr eru ekki lengur talin skynlaus og gleymin tæki manna líkt og lengi var haldið fram. Við blóðtökur á blóðmerum er stórri nál stungið í æð á hálsi hestsins eftir húðdeyfingu með fínni nál. Stingurinn við fínu deyfingarsprautuna meiðir í skamma stund og ef deyfingin hefur verið rétt sett í á svera blóðtökunálin ekki að meiða. Það er þó þannig að rétt eins og með okkur mennina þá stafar öllum spendýrum ógn af nálum og hlutum sem valda styngjum eða eru reknir inn fyrir húðina. Þó hættan sé nánast engin vita hestar það ekki (rétt eins og börn) og þeir þróa auðveldlega með sér hræðslu- og flóttaviðbragð. Líðan spendýrs við slíkar aðstæður er hræðileg og hryssa í slíkum felmtursham getur ekki staðið kyrr og beðið eftir því að vera stungin. Hið siðferðilega rétta í slíkri stöðu er að hætta við að stinga dýrið í stað þess að þröngva því inn í níðþrönga stíu og halda áfram. Höfum einnig í huga að blóðmerarnar í þessum eCG-iðnaði eru ótamdar og óvanar manneskjum. Þær treysta þeim ekki. Það má hugsa sér réttmætar undantekningar á því að stinga hesta með holnálum þó þeir séu ótamdir og hræddir. Það er þegar ástæðan er hestinum jafn mikið í hag og búrekstrinum, t.d. ef hestur er veikur og þarf lyf eða rannsókn á blóði til greiningar á veikindum. Þá væri heldur ekki um reglubundna viðburði þjáningar að ræða heldur einungis á meðan nauðsyn bæri til í þágu heilsu hestsins. Hvað þá með merar sem hræðast ekki nálarnar og eru rólegir á meðan blóðtöku stendur? Þá er einkum það heilsufarslega sem skiptir máli. Rétt eins og hjá okkur mönnum er góð heilsa og það að vera laus við líkamlega vanlíðan ein mikilvægustu siðferðisverðmæti dýra. Siðferðilega krafan til skaðleysis er afar rík og ófrávíkjanleg, ólíkt kröfunni um aukin gæði eða þægindi, sem veikari skylda er við. Það skyldi aldrei viljandi leggja á dýr kvaðir sem skerða heilsu þeirra og líðan, sérstaklega ekki endurtekið og kerfisbundið. Það er erfitt að hugsa sér nokkrar réttmætar undantekningar á slíku. Það er einkum magn blóðtökunnar og afleiðingar blóðtapsins sem eru mjög líklega heilsuspillandi fyrir merarnar í þessum iðnaði á Íslandi. Í greininni „Blóðmerahald – Hvað segja vísindin?“ skrifaði Rósa Líf Darradóttir læknir og hestaeigandi um tíðni og magn blóðtökunnar hjá blóðmerunum. Þar kom m.a. fram að blóðtökurnar eru langt umfram það magn og tíðni sem viðurkennt hefur verið erlendis að séu mörk öryggis fyrir heilsu hesta. Rósa Líf hefur ítrekað beðið hinn stórtæka blóðmerahaldara Ísteka um að koma fram með þær rannsóknir (eða mælingar) sem forsvarsmenn þeirra vitna í að sanni að blóðtökurnar ógni ekki heilsu meranna en þær eru enn ekki komnar fram. Það verður að teljast líklegt að væru slík gögn fyrir hendi myndi ekki standa á því að opinbera þau. Ekki eru persónuverndarsjónarmið í veginum í tilviki hesta. Þau rök sem Rósa Líf færir fram út frá því sem þekkt eru um blóðtökurnar eru sannfærandi og benda til að merarnar séu settar í heilsufarshættu og líði fyrir það. Engin sönnunargögn hafa komið fram um skaðleysi blóðmerabúskapsins hjá Ísteka en Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur skrifað nokkrar greinar til varnar blóðmerahaldinu. Þann 19. des. sl. skrifaði hann að „Ísteka hefur aldrei liðið ósæmandi og ómannúðlega meðferð á dýrum“ og nefnir því ýmis stefnumið og „dýravelferðarsamninga“ til stuðnings. Arnþór einangrar vandann og færir sökina á tvö bú sem Ísteka hafi í kjölfarið hætt viðskiptum við. Engin sannindi eru þó færð fram gagnvart fyrrgreindri gagnrýni um þjáningu blóðmera óháð því frá hvaða búi þær koma og heimildamyndin sagði meira en öll orð um hvað er í gangi. Arnþór nefnir verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið, að eCG sé leyft í Evrópu (en nefnir ekki að blóðmerahald sé það ekki) og í skrifum þann 29. des. sl. að framleiðsla og „rétt notkun“ þess hafi „jákvæð áhrif á kolefnisspor landbúnaðar, aukna dýravelferð og dýravernd“. Það þurfi færri dýr til að skila sama afurðamagni. Þó við gæfum okkur að þessar ástæður væru sannar dugir það samt ekki til að réttlæta þjáningarfullt dýrahald og gegndarlausa framleiðslu á hestum í þessum tilgangi. Í siðferðilegu gildismati gengur þjáningarleysi og heilsufarslegt öryggi einstaklinga alltaf á undan fjárhagslegum hagnaði fyrirtækja eða samfélags. Um slíka hluti gilda djúpstætt grundaðar hömlur sem eiga sér sögulega hliðstæðu í t.d. mannlegu þrælahaldi. Það er alveg sama hve mikill gróðinn er, að hann á aldrei að byggja á því sem óhjákvæmilega veldur þjáningum og heilsuleysi dýra. Varðandi rökin um kolefnissporið þá ber að hafa í huga að hestar í blóðmerabúskap hér eru orðnir um 5.400 talsins en aðrir hestar um 80 þúsund. Aukinn fjöldi dýra í framleiðslu er það sem eykur mest kolefnissporið, óháð hagkvæmni. Fyrir liggur umsókn Ísteka hjá Umhverfisstofnum um að auka umsvifin í að vinna efnið úr 600 tonnum af blóði árlega. Þetta gæfi fyrirtækinu svigrúm til að halda 20 þúsund hryssur í blóðtökum með tilheyrandi stækkun á kolefnispori. Það er ljóst að ábendingin um minnkað kolefnisspor er einungis fyrirsláttur því markmið starfseminnar samræmist því ekki. Samantekið er ljóst að vinnsla eCG úr blóði mera er engin nauðsyn og það er til lyfjafræðilegur valkostur (cloprostenol) fyrir þau not sem eCG er framleitt fyrir í þessum massavís. Efnahagslegur ávinningur réttlætir ekki starfsemi sem kerfislægt og endurtekið veldur þjáningu og líklega heilsuleysi dýra. Félag Hrossabænda sendi þann 23. nóv. sl. yfirlýsingu þar sem vinnubrögðin við blóðtöku meranna voru fordæmd. Það var einnig „skýlaus krafa Félags hrossabænda að rannsakað verði það sem fram kemur á myndbandinu …“. Að mínu mati finnst mér sökum þess sem ég rakið að fylgja eigi fordæmi þess mikla meirihluta þjóða sem leyfa ekki blóðmerahald eða iðka það ekki (þó leyft sé) sökum siðferðilega óverjandi ástæðna. Við eigum ekki bara að afla tekna, heldur með því móti sem sómi er af. Höfundur er læknir og með MA gráðu í hagnýtri siðfræði.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar