Litháinn Darius Tarvydas hefur samið við körfuknattleiksdeild Keflavíkur um að leika með liðinu út tímabilið.
Þessi 200 sentimetra hái leikmaður er þrítugur að aldri og hefur leikið í Frakklandi auk heimalandsins. Hann á leiki að baki fyrir yngri landslið Litháa.
Í tilkynningu Keflavíkur segir að vonir standi til að hann geti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar Keflavík tekur á móti Vestra þann 6.janúar næstkomandi.