Körfubolti

Curry bætti eigið met

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alvöru skytta.
Alvöru skytta. vísir/Getty

Steph Curry heldur áfram að stimpla sig á spjöld sögunnar sem einn allra besti skotmaður NBA deildarinnar frá upphafi.

Curry fór fyrir liði sínu, Golden State Warriors, einu sinni sem áður í nótt þegar liðið vann góðan sjö stiga sigur á Utah Jazz, 123-116. 

Curry lauk leiknum sem stigahæsti maður vallarins með 28 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar.

Af þessum 28 stigum voru átján stig úr þriggja stiga körfum en það er einmitt helsta vopn kappans og var þetta 158. leikurinn í röð sem hann skorar þriggja stiga körfu og er það met í NBA deildinni.

Fyrra metið, 157 leikir í röð, var í eigu Curry.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×