Í tilkynningu frá lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar greinir ekki frá því hvers vegna maðurinn var eftirlýstur.
Lögregla var tvívegis kölluð út í gærkvöldi vegna vandræða á hótelum en í annað skiptið var tilkynnt um mann á vappi sem var ekki gestur umrædds hótels. Við öryggisleit fundust fíkniefni á manninum og var hann fluttur á lögreglustöð.
Í seinna skiptið var um að ræða slagsmál tveggja ungra kvenna en þær voru báðar handteknar grunaðar um líkamsárás, þjófnað og vörslu fíkniefna. Voru þær sömuleiðis fluttar á lögreglustöð en látnar lausar eftir samtal.
Tvær tilkynningar bárust lögreglu um eld; annars vegar í ruslatunnu við Grasagarðin og hins vegar um eld í girðingu umhverfis ruslatunnur í póstnúmerinu 110.