Hápunktur ársins hjá Anníe Mist var ekki bronsið á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist sem hélt upp á eins árs afmælið sitt í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þú hefðir reitt Anníe Mist Þórisdóttur til reiði ef þú hefðir í upphafi árs talið upp fyrir hana það sem hún svo afrekaði á árinu 2021. Svo mögnuð var endurkoma okkar konu að hún hefði ekki sætt sig við slíkar væntingar fyrir tólf mánuðum síðan. Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira