Í þáttunum Þetta reddast fær Dóra Júlía til sín góða gesti og með aðstoð þeirra matreiðir hún fram misglæsilega rétti og kynnist viðmælendum sínum í leiðinni.
Í öðrum þættinum mætti sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson og matreiddu þau saman hátíðar kalkúnabringur. Dóra var ekki klár með öll hráefnin og þurftu þau því að reyna redda sér.
Svo var það glimmerskurðabrettið sem var ekki alveg nægilega gott til síns brúks og neitaði Páll að nota það.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en þættirnir Þetta reddast eru á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum.