Innlent

Stór flutninga­bíll lokaði þjóð­veginum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bíllinn er fastur og þverar veginn.
Bíllinn er fastur og þverar veginn. Adolf Erlingsson

Stór flutningabíll þveraði þjóðveg 1 við Stöðvarfjörð á Austurlandi í kvöld. Búið er að losa bílinn og hleypa umferð af stað.

Leiðsögumaðurinn Adolf Erlingsson hafði samband við fréttastofu og lét vita af bílnum. 

Hann segir afar hvasst á svæðinu og því allar líkur til þess að aftari vagn bílsins hafi fokið, með þeim afleiðingum að hann lokaði veginum og festist.

Þegar bíllinn var losaður voru einhverjir ökumenn sem biðu þess að komast um veginn. Adolf segir þá þó ekki hafa verið marga.

„Það er sem betur fer ekki mikil umferð hérna. Það er lítil hreyfing á fólki, enda búið að vera lokað vegna veður,“ segir Adolf. Mikil hálka er á kaflanum þar sem bíllinn festist og einstaklega hvasst.

„Það er svo hvasst að bílarnir hjá okkur fuku til kyrrstæðir.“

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var mokstursvinnu þá ábótavant á vegkaflanum áður en veður tók að versna á svæðinu.

Fréttin var uppfærð klukkan 19:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×