WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 16:45 Heilbrigðisstarfsmaður tekur PCR-sýni á spítala í Kolkata á Indlandi. Getty/NurPhoto Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. „Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Sjá meira
„Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Sjá meira
Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49