Húðflúrlistamenn uggandi vegna banns gegn algengum efnum í húðflúrbleki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2022 08:10 Húðflúrlistamenn segja engar óyggjandi sannanir fyrir hendi um tengsl húðflúra og krabbameins. Evrópskir húðflúrlistamenn eru uggandi vegna nýs banns Evrópusambandsins við þúsundum efna sem finna má í lituðu bleki sem notað er við húðflúrun. Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá. Húðflúr Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá.
Húðflúr Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira