Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er unnið að viðgerð og vonir eru bundnar við að rafmagni verði komið aftur á innan skamms. Fréttamaður Vísis er staddur í miðborg Reykjavíkur og segir að nokkuð drungalegt sé yfir.
Veitur benda borgarbúum á að slökkva á rafmagnstækjum sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.
Fréttin hefur verið uppfærð.