„Þetta er mjög öflug lægð“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 00:01 Leiðindaveður í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að veðrið fari ört versnandi. Það muni líklega vera nokkuð hvasst þangað til í fyrramálið, en eins og fyrr segir nær lægðin hámarki á miðnætti. Teitur segir að lægðin komi sér ekki á óvart og veðurspár virðast ætla að ganga eftir. Lægðir sem þessar séu algengar á þessum árstíma: Víðtækur stormur og rok og sums staðar enn hvassara. „Þetta er nú svona þrýstingur sem að maður sér nú á Grænlandshafi flesta vetur, 930 hPa, þannig að hún er kannski ekki mjög óvenjuleg. En jú, þetta er mjög öflug lægð og appelsínugul viðvörun en þetta sést svona flesta vetur, þessi þrýstingur. Og það eru nokkrar appelsínugular viðvaranir á hverju ári, þannig að þetta er ekkert óvenjulegt,“ segir hann. Teitur tekur ekki undir nöldur blaðamanns, sem kallaði veðrið haustveður, og væri helst til í snjó og „skíðaveður.“ „Það er yfirleitt mest af óveðrum í janúar og febrúar, byrjar oft seint í desember og verst í janúar og febrúar. Þannig að þetta er akkúrat mesti óróleikatíminn í veðrinu. Svona gerist alltaf með lægðum á veturna, það kemur hlýtt loft með þeim og það sem veldur þessari lægð eru átök milli heimskautalofts og hlýs lofts úr suðri,“ segir Teitur Arason veðurfræðingur. Þrátt fyrir að lægðin slái veðurfræðinginn ekki út af laginu segir Teitur að rokið geti valdið tjóni í nótt. Það eigi enn eftir að koma í ljós en björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Náðir þú myndum eða myndböndum af óveðrinu? Endilega sendu okkur myndir eða myndbönd á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28 Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58 Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Sjá meira
Björgunarsveitirnar farnar að finna fyrir óveðrinu Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins. 5. janúar 2022 23:28
Gular viðvaranir víðast orðnar appelsínugular Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi. Þær taka gildi í kvöld og gilda fram til klukkan sex í fyrramálið. 5. janúar 2022 16:58
Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3. janúar 2022 22:13