„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:59 Þórir Haraldsson er forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði. Samsett Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning. Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“ Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Vísir fjallaði einnig um úttekt Sjúkratrygginga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans í morgun. Í bréfi eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga segir að ljóst sé að úttekt NLFÍ á tæplega 600 milljónum króna úr rekstri Heilsustofnunarinnar sé ólögmæt og skekki rekstrarreikning stofnunarinnar, auk þess sem stofnunin hafi verið látin greiða afborganir lána af fasteignum í eigu NLFÍ ásamt því að bera allan viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá sé upplýst að teknir hafi verið fjármunir út úr rekstrinum sem komi rekstri Heilsustofnunarinnar ekkert við. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar segir í tilkynningu sem hann sendi frá sér vegna málsins nú síðdegis að úttekt Sjúkratrygginga á málefnum Heilsustofnunarinnar sé ekki lokið, öfugt við það sem Kjarninn segi í frétt sinni. Svar Heilsustofnunar til Sjúkratrygginga hefði verið metið sem andmæli og stofnunin líti því svo á að úttektinni sé ekki lokið og að enn eigi eftir að taka tillit til andmæla þeirra. Þá sé það rangt að um 600 milljónir króna hafi verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnun á fimmtán árum. Þvert á móti hafi „hver einasta króna af framlagi ríkisins til Heilsustofnunar […]farið til að veita þjónustu til sjúklinga í samræmi við þjónustusamning stofnunarinnar við Sjúkratryggingar Íslands,“ segir Þórir. Daggjöldin vegna of lágra framlaga Sjúkratrygginga Einstaklingar greiði sérdaggjöld þar sem framlög ríkisins nægi ekki fyrir meðferðarkostnaði. Sjúkratryggingar hafi alltaf haft upplýsingar um fjárhæð þeirra greiðslna. Greiðslur til Náttúrulækningafélags Íslands, eiganda Heilsustofnunarinnar, séu jafnframt í samræmi við samninginn sem gerður var árið 1991. Sjúklingar Heilsutofnunar hafi með sérdaggjöldum greitt um 300 milljónir króna síðustu fimm ár til að kosta meðferðarstarf vegna þess að „framlög Sjúkratrygginga hafa ekki einu sinni nægt fyrir meðferðarkostnaði,“ segir Þórir. „Heilsustofnun hefur ekkert að fela. Við höfum sent Sjúkratryggingum, og áður heilbrigðisráðuneytinu ársreikninga, skýrslur og niðurstöður árangursmælinga og fengið lof þeirra fyrir góð og skilvirk skil. Þá hefur Ríkisendurskoðun fengið ársreikninga stofnunarinnar. Allar okkar bækur eru opnar fyrir Sjúkratryggingar og Ríkisendurskoðun, öllum fyrirspurnum hefur verið svarað og engar athugasemdir hafa verið gerðar, - aldrei, hvorki við faglega þjónustu né fjármál,“ segir Þórir í tilkynningu. „Til að fá niðurstöðu í málin og ljúka því óskaði Heilsustofnun í gær eftir fundi með Sjúkratryggingum um þær kröfur sem eftirlitsdeildin hefur sett fram og hvort Sjúkratryggingar fari fram á einhverja breytingu á kröfum til Heilsustofnunar.“
Heilbrigðismál Hveragerði Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira