Við byrjum í Kópavogi þar sem Breiðablik tekur á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Að þeim leik loknum verður skipt beint yfir til Þorlákshafnar þar sem Íslandsmeistarar Þór og bikarmeistarar Njarðvíkur eigast við klukkan 20:00.
Subway Köruboltakvöld er svo á dagskrá klukkan 22:00 á sömu rás þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð.
Fótboltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 2, en klukkan 19:50 hefst útsending frá leik Swindon og Manchester City í elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA bikarnum.
Það er svo Sentry Tournament of Champions á PGA-móataröðinni sem leiðir okkur inn í nóttina, en útsending hefst klukkan 23:00 á Stöð 2 Golf.