„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 08:31 Sveinn Jóhannsson yfirgaf Grand Hótel í gær og fer ekki með til Búdapest í næstu viku, á EM. vísir/Sigurjón Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn. EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn.
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira