„Ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt andlega“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 08:31 Sveinn Jóhannsson yfirgaf Grand Hótel í gær og fer ekki með til Búdapest í næstu viku, á EM. vísir/Sigurjón Sveinn Jóhannsson var sviptur draumnum um að spila á EM í handbolta í næstu viku þegar hann meiddist í hné á landsliðsæfingu. Honum virðist hreinlega ekki hafa verið ætlað að spila á mótinu því áður hafði hann greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn. EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að þetta er ofboðslega erfitt, andlega, að missa af svona stóru tækifæri með landsliðinu. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að vinna að rosalega lengi,“ sagði Sveinn í viðtali við Guðjón Guðmundsson í gær, áður en hann yfirgaf hótel íslenska landsliðsins í Reykjavík. Klippa: Sveinn sviptur EM-draumnum Sveinn lék á sínu fyrsta stórmóti á EM 2020 og vann sér inn sæti í tuttugu manna EM-hópi Íslands í ár með góðri frammistöðu hjá SönderjyskE í Danmörku í vetur. Nú er sá draumur úti. „Maður er búinn að vera með það markmið í langan tíma að vera í sínu allra besta formi og það finnst mér hafa lukkast, en svo lendir maður því miður í svona áfalli. Það er lítið hægt að gera í því,“ sagði Sveinn en Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í hans stað. Stressaður vegna óvissu um sóttkví eftir smit á aðfangadag Áður hafði Sveinn greinst með kórónuveirusmit á aðfangadag: „Það var vissulega líka smá áfall. Maður var svolítið stressaður yfir því hvernig það myndi æxlast varðandi sóttkví og annað. En sem betur fer, fyrir mig, varð ég bara ekkert veikur og gat farið út og hreyft mig mikið. Þetta hafði engin áhrif á mig líkamlega, sem betur fer.“ Sveinn Jóhannsson er á leið til Þýskalands næsta sumar eftir þrjú ár hjá SönderjyskE. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann fór til Danmerkur.vísir/Sigurjón Óvíst er hve lengi Sveinn verður frá keppni en hann er staðráðinn í að komast aftur í eins gott form og hann er í nú. „Ég myndi segja að ég væri í mínu besta líkamlega formi á minni lífsleið. Ég er í góðri leikþjálfun, góðu líkamlegu standi og var búinn að vera meiðslalaus í nokkur ár. Það er náttúrulega mjög jákvætt og ég veit núna á hvaða stað ég get náð aftur, og mun gera það eins hratt og hægt er. Nú er bara verið að meta hvað verður, sjúkrateymið hér og úti eru að vinna að því í sameiningu, og eins og er veit ég voðalega lítið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Sveinn. Þessi uppaldi línumaður Fjölnis er á leið til Erlangen í Þýskalandi í sumar eftir að hafa spilað með SönderjyskE í þrjú ár. Hlakkar til að brjóta niður nýjan vegg „Þetta er það sem maður hefur unnið að í langan tíma, að komast til Þýskalands. Þetta er besta deild í heimi, rosalega líkamleg og hörð, þannig að ég hlakka mjög mikið til. Núna er ég að lenda í þessu áfalli en allur minn tími fer í að vera í mínu besta standi þegar ég kem til Erlangen í sumar,“ sagði Sveinn sem tók undir með Guðjóni varðandi það að erfitt gæti verið fyrir íslenska leikmenn að fóta sig í Danmörku: „Danska deildin er mjög sterk. Það er getumunur á Íslandi og Danmörku, og gífurlega mikill hraði í deildinni í Danmörku. Fyrir mig sem svolítið stóran leikmann getur það verið svolítið erfitt. Deildin er gífurlega sterk og það tekur stundum svolítinn tíma að brjóta sig í gegnum þennan vegg sem maður lendir á. Það tekur mislangan tíma en hefur lukkast vel hjá mér finnst mér. Ég er búinn að undirbúa mig undir að maður lendi á nýjum vegg í Þýskalandi. Þetta er rosaleg harka þar, rosalega miklar kröfur, þungir leikmenn og mikið leikjaálag. Ég hlakka rosalega mikið til að takast á við það,“ sagði Sveinn.
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira