Segir mataræði grunninn að því að losa sig við kviðfitu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2022 10:31 Þorbjörg er næringarþerapisti. Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur sérhæft sig í náttúrulegum leiðum til heilbrigðara lífs. Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira