Stoltur og glaður Milos með „bestu leikmenn deildarinnar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 12:36 Milos Milojevic hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö. Malmö FF Sigursælasta knattspyrnulið Svíþjóðar, ríkjandi meistarar Malmö, hafa ákveðið að veðja á íslenskan þjálfara til að leiða liðið áfram eftir að Jon Dahl Tomasson, sem reyndar á íslenskan afa, kvaddi félagið. Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðinu vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Sjá meira
Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðinu vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Sjá meira
Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti