Enn versnar veðrið: Fleiri gular viðvaranir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 12:08 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Veðurstofan Allt þangað til í morgun var útlit fyrir að lægð sem gengur yfir landið í kvöld myndi eingöngu láta til sín taka á suðvesturhorninu og Suðurlandi en nú er ljóst að fleiri landshlutar eru undir. Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gular viðvaranir taka flestar gildi upp úr klukkan 21 eða síðar og eru í flestum landshlutum landsins. Vindur verður víðast hvar á bilinu 15-30 metrar á sekúndu og getur farið upp í 40 metra á sekúndu í hviðum. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðrið fljótt fara versnandi þegar kvölda tekur. „Það er vaxandi vindur núna í dag og þykknar upp, það verður kominn stormur eða rok hérna suðvestan til í kvöld með rigningu. Mjög hvasst undir Eyjafjöllunum og austur í Mýrdal, þar getur vindurinn farið upp í 28 metra á sekúndu. Svo færist veðrið smám saman norður yfir landið í nótt. „Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum“ Það fer einnig að hvessa fyrir norðan og austan og svo gengur á með talsverðri rigningu og slyddu á Suðausturlandi og Austfjörðum og líklegt að það verði snjókoma eða hríð á fjallavegum á Austfjörðum. Veðrið gengur síðan niður í fyrramálið,“ segir Þorsteinn. Gera má ráð fyrir að einhverjir muni koma til með að eiga erfitt með svefn veðrið nær hámarki upp úr miðnætti suðvestanlands. Veðrið færist svo norður yfir land og nær hámarki þar milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Veðurfræðingur varar fólk við að vera á ferðinni. „Árið hefur byrjað með miklum lægðagangi og alls konar hvassviðri, stormur og rok. Þetta virðist vera svolítið bara í kortunum núna á næstunni og þetta er bara enn ein lægðin sem kemur núna í kvöld. Það má segja að nýja árið hafi byrjað með látum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26 „Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gular viðvaranir: Ekkert lát á vonskuveðri Gular viðvaranir taka gildi víðsvegar á landinu í dag en búist er við suðaustanstormi í nokkrum landshlutum. 9. janúar 2022 08:26
„Þetta er mjög öflug lægð“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið. 6. janúar 2022 00:01