Leyfir sér að vona að hið dramatíska „finale“ sé handan við hornið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2022 07:00 Helgi Jóhannsson hefur verið svæfingalæknir á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan 2007. Hann hefur reglulega verið kallaður til starfa á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins. úr einkasafni Íslenskur læknir sem starfar á sjúkrahúsi í Lundúnum segir stöðuna ágæta á spítalanum, þrátt fyrir uppgang ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og tiltölulega vægar samkomutakmarkanir. Hann bindur vonir við að dramtískur endapunktur faraldursins sé í nánd. Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“ Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira