Djokovic vann málið og má koma inn í Ástralíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 07:00 Novak Djokovic fær að keppa á opna ástralska meistaramótinu í tennis. EPA-EFE/Emilio Naranjo Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic hefur fengið leyfi til að koma inn í Ástralíu eftir að hafa unnið áfrýjun sína um brottvísun úr landi vegna brota á reglu um bólusetningaskyldu. Lögfræðingar héldu því fram að Djokovic hafði fengið undanþágu frá bólusetningu þar sem hann hafði smitast af kórónuveirunni og náð sér áður en hann fór af stað til Ástralíu. Tennis star Novak Djokovic wins court battle to stay in Australia and defend his Grand Slam title, after vaccine exemption rowhttps://t.co/NJIzaUu0XR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 10, 2022 Málið var tekið fyrir í morgun og dómari féllst á rök lögfræðinga Djokovic og veitti honum landvistarleyfi. Dómstóllinn taldi að áströlsk yfirvöld höfðu ekki næg rök til að afturkalla vegabréfsáritun hans. Þetta er samt mögulega ekki búið enn því málinu gæti verið áfrýjað. Málið hefur vakið mikla athygli út um allan heim og er orðið mjög pólitískt bæði innan Ástralíu en líka alþjóðlega því Serbar voru mjög ósáttir með meðferðina á þjóðhetju sinni. Djokovic þurfti að bíða í níu klukkutíma á flugvellinum við komuna til Ástralíu en fékk ekki inngöngu og var í staðinn sendur á farsóttarhótel þar sem hann átti að dúsa þar til að hann yfirgæfi landið. Djokovic er mættur til Ástralíu til að verja titil sinn á opna ástralska risamótinu í tennis en hann hefur unnið mótið þrjú ár í röð. Næsti sigur hans á risamóti myndi einnig þýða að enginn annar í sögunni væri búinn að vinna fleiri risamót á ferlinum. Djokovic hefur unnið tuttugu risamót eins og þeir Roger Federer og Rafael Nadal. Novak Djokovic has won his court battle to stay in Australia and compete in the Australian Open.Sports broadcaster Shane McInnes tells #BBCBreakfast 'there will a lot of surprise and anger' at the judge's decision.https://t.co/c3RIbbdyaI pic.twitter.com/Tx516lXNZr— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 10, 2022 Tennis Ástralía Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Lögfræðingar héldu því fram að Djokovic hafði fengið undanþágu frá bólusetningu þar sem hann hafði smitast af kórónuveirunni og náð sér áður en hann fór af stað til Ástralíu. Tennis star Novak Djokovic wins court battle to stay in Australia and defend his Grand Slam title, after vaccine exemption rowhttps://t.co/NJIzaUu0XR— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 10, 2022 Málið var tekið fyrir í morgun og dómari féllst á rök lögfræðinga Djokovic og veitti honum landvistarleyfi. Dómstóllinn taldi að áströlsk yfirvöld höfðu ekki næg rök til að afturkalla vegabréfsáritun hans. Þetta er samt mögulega ekki búið enn því málinu gæti verið áfrýjað. Málið hefur vakið mikla athygli út um allan heim og er orðið mjög pólitískt bæði innan Ástralíu en líka alþjóðlega því Serbar voru mjög ósáttir með meðferðina á þjóðhetju sinni. Djokovic þurfti að bíða í níu klukkutíma á flugvellinum við komuna til Ástralíu en fékk ekki inngöngu og var í staðinn sendur á farsóttarhótel þar sem hann átti að dúsa þar til að hann yfirgæfi landið. Djokovic er mættur til Ástralíu til að verja titil sinn á opna ástralska risamótinu í tennis en hann hefur unnið mótið þrjú ár í röð. Næsti sigur hans á risamóti myndi einnig þýða að enginn annar í sögunni væri búinn að vinna fleiri risamót á ferlinum. Djokovic hefur unnið tuttugu risamót eins og þeir Roger Federer og Rafael Nadal. Novak Djokovic has won his court battle to stay in Australia and compete in the Australian Open.Sports broadcaster Shane McInnes tells #BBCBreakfast 'there will a lot of surprise and anger' at the judge's decision.https://t.co/c3RIbbdyaI pic.twitter.com/Tx516lXNZr— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) January 10, 2022
Tennis Ástralía Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira