Lentu á kafi í vatni í miðjum íshokkíleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 12:15 Íshokkíleikmennirnir Alexei Marchenko og Niko Ojamaki þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að enda ofan í vatni í leik þeirra en myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Lykilatriði þegar þú spilar íshokkí er auðvitað að ísinn sé frosinn. Hann var það reyndar í leik í svissnesku deildinni á dögunum en tveir leikmenn enduðu engu að síður á bólakafi í miðjum leik. Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2. Íshokkí Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Leikurinn umræddi var á milli SC Langenthal og HC Sierre í svissnesku b-deildinni og barátta tveggja leikmanna endaði með því að þeir enduðu út í vegg. Ekki vildi betur til en að þar var einmitt hlið og það var ekki betur fest aftur en það að það opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Þarna voru á ferðinni þeir Arnaud Montandon hjá liði HC Sierre og Tyler Higgins hjá liði SC Langenthal. Leikmennirnir enduðu því báðir utan vallar en þá byrjaði fjörið fyrst fyrir alvöru. Þetta hlið var notað til að enda skröpuðu ís út af vellinum og þessi afgangsís hafði bráðnað og myndað litla sundlaug. Báðir leikmennirnir fóru því á bólakaf. „Já, þetta er ég. Þið eruð örugglega að velta fyrir ykkur hvernig ég endaði í þessum vandræðum,“ skrifaði Tyler Higgins á samfélagsmiðla sína og birti myndir og myndband af atvikinu. Eins og þeir sem þekkja til vita þá eru íshokkímenn í miklum og frekar þungum öryggisbúningi og það er ekkert grín að lenda á kafi í vatni í slíkum klæðnaði. Það var líka á hreinu að vatnið var vel kalt. Það var því ekkert auðvelt verkefni að ná þeim Montandon og Higgins upp úr aftur. Higgins var spurður á samfélagsmiðlum um hversu djúp laugin hafi verið. „Ég er 196 sentimetrar á hæð og þegar ég stóð uppréttur þá náði vatnið upp á brjóstkassann minn. Þetta hefur því verið um það bil 165 sentimetrar á dýpt eða þar nálægt,“ svaraði Higgins. Twitter síða Langenthal liðsins grínaðist með það að HC Sierre þyrfti heldur betur að laga heimavöllinn sinn enda á svona ekki að geta gerst enda lýsir þetta engu örðu en vanrækslu á umhirðu hallarinnar. Hvað varðar úrslit leiksins þá vann Langenthal liðið leikinn 3-2.
Íshokkí Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira