Norska súperstjarnan tók mynd af Söru og syninum á æfingasvæði Lyon Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 23:01 Sara Björk Gunnarsdóttir með soninn, Ragnar Frank Árnason. twitter síða ödu hegerberg Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er komin aftur til Lyon eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus. Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Síðustu mánuði meðgöngunnar var Sara á Íslandi. Hún eignaðist svo son sinn, Ragnar Frank, 16. nóvember. Sara hélt aftur til Lyon í Frakklandi 4. janúar og næsta verkefni hennar er að komast aftur í fótboltaform. Sara mætti með Ragnar Frank á æfingasvæði Lyon í gær. Norska stórstjarnan Ada Hegerberg gat ekki stillt sig um að smella mynd af þeim mæðginum og skellti henni á Twitter. „Sjáið hana! Mamma í húsinu. Velkomin til baka,“ skrifaði Hegerberg. LOOK AT HER! Mamma's in the building. Welcome back @sarabjork18 pic.twitter.com/6pVB7Ltf0p— Ada S Hegerberg (@AdaStolsmo) January 10, 2022 Þótt Hegerberg og Sara séu samherjar hjá Lyon hafa þær aldrei spilað saman. Þegar Sara kom til Lyon var Hegerberg frá vegna alvarlegra meiðsla. Hegerberg, sem var fyrsta konan til að vinna Gullboltann, sneri aftur á völlinn í október eftir tuttugu mánaða fjarveru. Hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hegerberg, sem er 26 ára, er markahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu með 56 mörk og enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni, eða fimmtán. Hún hefur alls skorað 229 mörk í 195 leikjum fyrir Lyon. Þá skoraði hún 38 mörk í 66 leikjum fyrir norska landsliðinu áður en hún hætti að spila með því 2017. Sara gekk í raðir Lyon sumarið 2020. Hún vann Meistaradeildina á fyrsta tímabili sínu með liðinu og skoraði í úrslitaleiknum gegn sínum gömlu félögum í Wolfsburg. Lyon hefur unnið alla ellefu leiki sína í frönsku úrvalsdeildinni og er með þriggja stiga forskot á Paris Saint-Germain. Þá er Lyon komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus.
Franski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira