Grétar hætti hjá Everton í desember. Þar starfaði Siglfirðingurinn í þrjú ár, fyrst sem yfirnjósnari vegna erlendra leikmanna og svo stýrði hann leikmannakaupum og þróun leikmanna félagsins. Þar áður starfaði hann í fjögur ár hjá Fleetwood Town.
„Á meðal helstu verkefna Grétars Rafns eru þarfagreining og skimun (scouting) innan Knattspyrnusviðs KSÍ, vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu innan íslenskrar knattspyrnu almennt (landslið og félagslið) í samvinnu og samráði við starfsmenn Knattspyrnusviðs KSÍ og fulltrúa aðildarfélaganna eins og við á (í formi funda, námskeiða og fyrirlestra), samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara liðanna, og ábyrgð á þróun gagnagrunns sem heldur utan um gögn Knattspyrnusviðs KSÍ,“ segir á heimasíðu KSÍ. Grétar hefur þegar hafið störf hjá KSÍ.
Grétar lék 46 landsleiki á sínum tíma og sem atvinnumaður í Sviss, Hollandi, Englandi og Tyrklandi.