Hinn sjöfaldi heimsmeistari var við það að tryggja sér áttunda titilinn á ferlinum en hann tapaði lokakappakstri tímabilsins á um það bil eins dramatískan hátt og mögulegt er. Hann er enn að ná áttum eftir kappaksturinn.
Samkvæmt frétt BBC um málið hefur Hamilton misst trú á forráðamönnum Formúlu 1 eftir það sem gerðist í Abu Dhabi. Mercedes neitaði að tjá sig um málið þegar BBC hafði samband við bílaframleiðandann.
Í frétt BBC kemur einnig fram að FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið, sé enn að skoða hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis á lokadegi Formúlu 1 keppnistímabilsins.