Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 07:30 Ja Morant fagnar körfu í sigri Memphis Grizzlies á móti Golden State Warriors í nótt. AP/Brandon Dill Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Ja Morant skoraði 29 stig í 116-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warriors þar á meðal fimm þeirra á lokamínútu leiksins. Morant var einnig með átta stoðsendingar og fimm fráköst. Ja puts the finishing touches on the @memgrizz 10TH WIN IN A ROW! pic.twitter.com/JaK3WlNn47— NBA (@NBA) January 12, 2022 Ziaire Williams og Tyus Jones voru báðir með sautján stig en Jones hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og var lykilmaður í fjórða leikhlutanum sem Memphis-liðið vann 29-18. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Tyus Jones komu Memphis yfir í 109-100 þegar 3:33 voru eftir. Tyus Jones is 5-5 from deep Grizzlies up 7 with 3:00 left on NBA TV pic.twitter.com/NSoUh7TpNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Golden State hafði skorað 39 stig í þriðja leikhlutanum og virtist ætla að landa sigrinum en heimamenn héldu Steph, Klay og félögum í átján stigum í fjórða leikhlutanum. Stephen Curry var stigahæstur með 27 stig en Klay Thompson skoraði 14 stig í sínum öðrum leik eftir endurkomu sína eftir 31 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Andrew Wiggins og Gary Payton II skoruðu báðir þrettán stig. Curry var með þrennu því hann tók einnig 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix Suns nýtti sér þetta og er nú eina liðið með besta árangurinn í deildinni eftir 99-95 útisigur á Toronto Raptors. Devin Booker skoraði 16 stig og körfuna sem kom Suns yfir í blálokin en Chris Paul hvar með 15 stig og 12 stoðsendingar. Jae Crowder var stigahæstur hjá Phoenix með 19 stig og Deandre Ayton skoraði 16 stig en þetta er í fyrsta sinn í NBA sögunni sem Suns vinnu 31 af fyrstu 40 leikjum sínum á tímabili. Toronto liðið var á mikilli siglingu og búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. OG Anunoby skoraði 25 stig fyrir Toronto, Pascal Siakam var með 22 stig og Fred VanVleet skoraði 21 stig í fyrsta tapi liðsins síðan 28. desember. C L U T C H!Brandon Ingram knocks it down for the @PelicansNBA WIN! pic.twitter.com/C57bQyEUj3— NBA (@NBA) January 12, 2022 Brandon Ingram kórónaði frábæra 33 stiga frammistöðu sína með því að skora þrjár þriggja stiga körfur á síðustu 73 sekúndum leiksins þar af tryggði hann New Orleans Pelicans 128-125 sigur á Minnesota Timberwolves með þristi þegar minna en sekúnda var eftir. Coming off of his 27 point 22 rebound performance, Kyle Kuzma is 5-5 FGM for 11 PTS for the @WashWizards on NBA League Pass!Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/KoAAPa4rNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
Ja Morant skoraði 29 stig í 116-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warriors þar á meðal fimm þeirra á lokamínútu leiksins. Morant var einnig með átta stoðsendingar og fimm fráköst. Ja puts the finishing touches on the @memgrizz 10TH WIN IN A ROW! pic.twitter.com/JaK3WlNn47— NBA (@NBA) January 12, 2022 Ziaire Williams og Tyus Jones voru báðir með sautján stig en Jones hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og var lykilmaður í fjórða leikhlutanum sem Memphis-liðið vann 29-18. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Tyus Jones komu Memphis yfir í 109-100 þegar 3:33 voru eftir. Tyus Jones is 5-5 from deep Grizzlies up 7 with 3:00 left on NBA TV pic.twitter.com/NSoUh7TpNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Golden State hafði skorað 39 stig í þriðja leikhlutanum og virtist ætla að landa sigrinum en heimamenn héldu Steph, Klay og félögum í átján stigum í fjórða leikhlutanum. Stephen Curry var stigahæstur með 27 stig en Klay Thompson skoraði 14 stig í sínum öðrum leik eftir endurkomu sína eftir 31 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Andrew Wiggins og Gary Payton II skoruðu báðir þrettán stig. Curry var með þrennu því hann tók einnig 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix Suns nýtti sér þetta og er nú eina liðið með besta árangurinn í deildinni eftir 99-95 útisigur á Toronto Raptors. Devin Booker skoraði 16 stig og körfuna sem kom Suns yfir í blálokin en Chris Paul hvar með 15 stig og 12 stoðsendingar. Jae Crowder var stigahæstur hjá Phoenix með 19 stig og Deandre Ayton skoraði 16 stig en þetta er í fyrsta sinn í NBA sögunni sem Suns vinnu 31 af fyrstu 40 leikjum sínum á tímabili. Toronto liðið var á mikilli siglingu og búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. OG Anunoby skoraði 25 stig fyrir Toronto, Pascal Siakam var með 22 stig og Fred VanVleet skoraði 21 stig í fyrsta tapi liðsins síðan 28. desember. C L U T C H!Brandon Ingram knocks it down for the @PelicansNBA WIN! pic.twitter.com/C57bQyEUj3— NBA (@NBA) January 12, 2022 Brandon Ingram kórónaði frábæra 33 stiga frammistöðu sína með því að skora þrjár þriggja stiga körfur á síðustu 73 sekúndum leiksins þar af tryggði hann New Orleans Pelicans 128-125 sigur á Minnesota Timberwolves með þristi þegar minna en sekúnda var eftir. Coming off of his 27 point 22 rebound performance, Kyle Kuzma is 5-5 FGM for 11 PTS for the @WashWizards on NBA League Pass!Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/KoAAPa4rNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira