Fallist á endurupptöku í tveimur málum vegna Landsréttarmálsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 15:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sótti málin tvö fyrir Endurupptökudómi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur heimilað endurupptöku tveggja sakamála sem dæmd voru í Landsrétti. Grundvöllur endurupptöku er dómur Mannréttindardómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára. Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Greint var frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag en búið er að birta úrskurði Endurupptökudóms í báðum málunum. Annað málið snýst um stórfellt fíkniefnalagabrot þar sem karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hitt málið snýr að kynferðisbroti þar sem einstaklingur var dæmdur í níu mánaða fangelsi. Í báðum málunum var farið fram á endurupptöku með vísan í niðurstöðu Mannréttindardómstóls Evrópu í máki Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, Landréttarmálinu svokalla. Þar komst yfirdeild Mannréttindardómstólsins að þeiri niðurstöðu að skipan dómara í Landsrétt árið 2017 braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Í báðum málunum sem Endurupptökudómur fjallaði um var Jón Finnbjörnsson einn dómara. Hann var einn fjögurra dómara sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði í Landsrétt án þess að vera talinn vera í hópi hæfustu umsækjenda. Jón fær lausn frá störfum Í niðurstöðu dómsins í báðum málunum segir að ef dómur Mannréttindadómstóls í máli Guðmundar Andra hefði fallið áður en að dómur féll í málunum tveimur verði að telja líklegt að hann hefði skipt verulega miklu máli fyrir niðurstöðu þeirra. Einnig kemur fram að leggja verði til grundvallar að dómstóllinn sme kvað upp refsidómana í málunum tveimur hafi ekki verið rétt skipaður af lögum, líkt og í máli Guðmundar Andra sem fór fyrir Mannréttindardómstólinn. Jón er eini dómarinn af þeim fjórum sem dómur Mannréttindardómstólsins í máli Guðmundar Andra náði til. Hinir þrír hafa allir verið endurskipaðir í Landsrétt. Hefur honum ekki verið kleift að sinna störfum sínum frá því að dómur Mannréttindardómstólsins féll. Greint var frá því á dögunum að Jón fengi lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september, þegar hann verður 65 ára.
Dómsmál Landsréttarmálið Dómstólar Tengdar fréttir Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14 Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón Kostnaður íslenska ríkisins vegna ólögmætrar skipunar Sigríðar Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra á dómurum í Landsrétt árið 2017 stendur nú í 141 milljón króna. 23. febrúar 2021 17:14
Yfirdeild Mannréttindadómstólsins staðfestir dóm í Landsréttarmáli Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan dómara við Landsrétt vorið 2017. 1. desember 2020 10:14
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent