Utan vallar: Komið að uppskerudegi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 09:01 Íslenska landsliðið hefur í kvöld leik á sínu tólfta Evrópumóti í röð. epa/Anne-Christine Poujoulat Það er janúar og íslenska karlalandsliðið í handbolta er að hefja leik á stórmóti. Eins og öll ár á þessari öld nema eitt. Stórmótin eiga það til að renna saman, sérstaklega síðustu ár. Eftir frábært Evrópumót 2014 þar sem Ísland endaði í 5. sæti hefur leiðin legið niður á við. Niðurstaðan á síðustu sjö stórmótum er 11., 13., 14., 13., 11., 11. og 20. sæti. Engin hörmung, langt því frá, en ekki frábært, sérstaklega í samanburði við gósentíðina frá 2006 til 2014. Árangurinn á síðasta móti, HM í Egyptalandi, var allavega slakur. Það er ekki hægt að draga fjöður yfir það. Ísland vann tvo lítt burðuga andstæðinga en tapaði hinum fjórum leikjunum. Botninum var náð gegn Sviss þar sem Ísland skoraði bara átján mörk og tapaði fyrir liði sem kom sem varaþjóð inn á mótið. Nú, ári seinna er öllu meiri og jafnvel óvenju mikil bjartsýni í loftinu fyrir gengi íslenska liðsins á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. En er innistæða fyrir þeirri bjartsýni? Aron Pálmarsson tók við fyrirliðastöðunni hjá íslenska landsliðinu þegar Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna.vísir/vilhelm Stutta svarið er já. Fyrir það fyrsta er Aron Pálmarsson með eftir að hafa misst af HM í Egyptalandi. Hann er okkar besti og mikilvægasti leikmaður og einn besti leikmaður heims. Um það verður ekki deilt. Það þarf hins vegar að fara nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna stórmót þar sem hann hefur verið góður allan tímann. Hann hefur átt stórkostlega leiki, þar á meðal magnum opusinn gegn Dönum 2020, og jafnan byrjað mót að krafti en síðan misst dampinn. Stórir í sér Í öðru lagi eru allir bestu leikmenn íslenska liðsins heilir heilsu fyrir utan Hauk Þrastarson og Hákon Daða Styrmisson. Og þeir eru langflestir að spila vel og það með sterkum liðum. Í tuttugu manna EM-hópi spila tíu í þýsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í heimi. Markahæsti leikmaður hennar og besti leikmaður toppliðsins eru íslenskir. Þá á Ísland leikmenn í öflugum liðum í Danmörku, Póllandi og Frakklandi. Miðað við gengið í vetur ættu leikmenn Íslands allavega að mæta stórir í sér til leiks á EM. Bjarki Már Elísson er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni ásamt Svíanum Nicklas Ekberg. Hann var markahæsti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi.epa/Khaled Elfiqi Þriðja ástæðan fyrir góðu gengi er riðilinn sem Ísland er í. Afar óvænt úrslit urðu í fyrsta leik hans í gær þar sem Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar gerðu sér lítið fyrir og unnu Ungverja, 28-31, frammi fyrir tuttugu þúsund áhorfendum sem voru langflestir á bandi heimamanna. Gríðarleg pressa er komin á ungverska liðið sem leit alls ekki vel út í leiknum í gær. Að sama skapi er hollenska liðið hörkugott og í stöðugri sókn. Og já, sýnd veiði en ekki gefin eins og Guðmundur Guðmundsson mun eflaust hamra á í aðdraganda leiksins á sunnudaginn. Og ekki að ástæðulausu. Andstæðingur kvöldsins, Portúgal, reyndist Íslandi erfiður á síðasta ári en stór skörð eru höggvin í þeirra lið vegna meiðsla og Portúgalir náðu sér ekki á strik á Ólympíuleikunum eftir tvö góð stórmót þar á undan. B-riðilinn var jafn á pappír fyrir mót og úrslitin í gær sprengdu hann í loft upp. En möguleikar íslenska liðsins eru svo sannarlega til staðar og það á að fara í milliriðil. Annað væru gríðarleg vonbrigði. Íslensku leikmennirnir súrir á svip eftir tap á HM í Egyptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Það er svo helst þrennt sem þarf að lagast frá síðustu árum til að Ísland geti átt gott Evrópumót, fyrir utan það augljósa að vörn og markvarsla þurfa að vera í lagi. Línuspil óskast Línuspilið þarf að vera betra en það hefur verið á síðustu mótum. Eftir langa valdatíð Róberts Gunnarssonar á línunni kom Kári Kristján Kristjánsson með sterka innkomu. En eftir að það hægðist á honum hefur verið fátt um fína línudrætti hjá íslenska liðinu. Sem er synd með Aron og aðra línu- og alsjáandi menn fyrir utan. Allir þrír línumennirnir í íslenska hópnum, Arnar Freyr Arnarsson, Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson, eru betri í vörn en sókn en það er vonandi að þeir stígi skref fram á við á sóknarhelmingnum á EM. Ísland mætir Portúgal í kvöld, Hollandi á sunnudaginn og Ungverjalandi á þriðjudaginn.epa/Petr David Josek Í annan stað þarf íslenska liðið að skora fleiri ódýr mörk, úr hraðaupphlaupum, seinni bylgjunni og hraðri miðju. Á blómaskeiði landsliðsins heyrði það til undantekninga ef það skoraði ekki þrjátíu mörk eða meira í leik. Það var ekki bara vegna skilvirks sóknarleiks heldur einnig vegna frábærlega útfærðra hraðaupphlaupa og vægðarleysis í að keyra í bakið á andstæðingnum. Þessum ódýru mörkum hefur fækkað mjög síðustu ár þrátt fyrir að varnarleikurinn hafi oft verið sterkur. Íslenska liðið hefur sannarlega ekki mátt við því enda hefur fjöldi skoraðra marka hjá því á stórmótum hríðfallið síðustu ár. Með ólíka hæfileika Þá þarf að fá jafnara og betra framlag frá hægri skyttunum. Ekki vantar úrvalið þar. Viltu skot langt utan af velli? Stígðu fram Kristján Örn Kristjánsson. Viltu fá kjarnorkudrifin skot? Teitur Örn Einarsson sér um það. Viltu fá fyrsta flokks leikskilning og frábæra fótavinnu? Viggó Kristjánsson er þinn maður. Og viljirðu fá handboltaofvita sem getur brotist í gegn, gefið stoðsendingar, skorað með lúmskum smuguskotum og staðið fína vörn passar Ómar Ingi Magnússon við þá starfslýsingu. Pressa er á Íþróttamanni ársins 2021, Ómari Inga Magnússyni.mummi lú Sá síðastnefndi átti stórkostleg ár í fyrra, var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar, vann tvo titla og er besti leikmaðurinn í besta liðinu í bestu deild heims. Og já, Íþróttamaður ársins á Íslandi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ómar Ingi átt mjög farsælan feril með sínum félagsliðum. Hann hefur hins vegar ekki enn sýnt þær hliðar með landsliðinu og á mikið inni þar. Óskandi væri að hann næði að sýna þær á EM. Kominn tími til að stíga næsta skref Kynslóðaskipti, endurnýjun og uppbygging eru orðin sem hafa verið notuð af landsliðinu og í umræðunni um það undanfarin ár. Búið er að sá, sá og sá og nú er komið að uppskerudegi. Guðmundur Guðmundsson er á sínu fjórða stórmóti eftir að hann tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn 2018.epa/Petr David Josek Ekki er lengur hægt að tala um að íslenska liðið sé ungt og efnilegt. Þótt leikjafjöldinn á mann sé kannski ekki mikill hafa flestir þeirra sem eru í stórum hlutverkum í því farið á allavega þrjú stórmót. Það má og á að gera kröfur til þessa liðs. Það er gott. Á næstu dögum komumst við svo að því hversu gott það er. EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Stórmótin eiga það til að renna saman, sérstaklega síðustu ár. Eftir frábært Evrópumót 2014 þar sem Ísland endaði í 5. sæti hefur leiðin legið niður á við. Niðurstaðan á síðustu sjö stórmótum er 11., 13., 14., 13., 11., 11. og 20. sæti. Engin hörmung, langt því frá, en ekki frábært, sérstaklega í samanburði við gósentíðina frá 2006 til 2014. Árangurinn á síðasta móti, HM í Egyptalandi, var allavega slakur. Það er ekki hægt að draga fjöður yfir það. Ísland vann tvo lítt burðuga andstæðinga en tapaði hinum fjórum leikjunum. Botninum var náð gegn Sviss þar sem Ísland skoraði bara átján mörk og tapaði fyrir liði sem kom sem varaþjóð inn á mótið. Nú, ári seinna er öllu meiri og jafnvel óvenju mikil bjartsýni í loftinu fyrir gengi íslenska liðsins á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. En er innistæða fyrir þeirri bjartsýni? Aron Pálmarsson tók við fyrirliðastöðunni hjá íslenska landsliðinu þegar Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna.vísir/vilhelm Stutta svarið er já. Fyrir það fyrsta er Aron Pálmarsson með eftir að hafa misst af HM í Egyptalandi. Hann er okkar besti og mikilvægasti leikmaður og einn besti leikmaður heims. Um það verður ekki deilt. Það þarf hins vegar að fara nokkuð mörg ár aftur í tímann til að finna stórmót þar sem hann hefur verið góður allan tímann. Hann hefur átt stórkostlega leiki, þar á meðal magnum opusinn gegn Dönum 2020, og jafnan byrjað mót að krafti en síðan misst dampinn. Stórir í sér Í öðru lagi eru allir bestu leikmenn íslenska liðsins heilir heilsu fyrir utan Hauk Þrastarson og Hákon Daða Styrmisson. Og þeir eru langflestir að spila vel og það með sterkum liðum. Í tuttugu manna EM-hópi spila tíu í þýsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í heimi. Markahæsti leikmaður hennar og besti leikmaður toppliðsins eru íslenskir. Þá á Ísland leikmenn í öflugum liðum í Danmörku, Póllandi og Frakklandi. Miðað við gengið í vetur ættu leikmenn Íslands allavega að mæta stórir í sér til leiks á EM. Bjarki Már Elísson er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni ásamt Svíanum Nicklas Ekberg. Hann var markahæsti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi.epa/Khaled Elfiqi Þriðja ástæðan fyrir góðu gengi er riðilinn sem Ísland er í. Afar óvænt úrslit urðu í fyrsta leik hans í gær þar sem Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar gerðu sér lítið fyrir og unnu Ungverja, 28-31, frammi fyrir tuttugu þúsund áhorfendum sem voru langflestir á bandi heimamanna. Gríðarleg pressa er komin á ungverska liðið sem leit alls ekki vel út í leiknum í gær. Að sama skapi er hollenska liðið hörkugott og í stöðugri sókn. Og já, sýnd veiði en ekki gefin eins og Guðmundur Guðmundsson mun eflaust hamra á í aðdraganda leiksins á sunnudaginn. Og ekki að ástæðulausu. Andstæðingur kvöldsins, Portúgal, reyndist Íslandi erfiður á síðasta ári en stór skörð eru höggvin í þeirra lið vegna meiðsla og Portúgalir náðu sér ekki á strik á Ólympíuleikunum eftir tvö góð stórmót þar á undan. B-riðilinn var jafn á pappír fyrir mót og úrslitin í gær sprengdu hann í loft upp. En möguleikar íslenska liðsins eru svo sannarlega til staðar og það á að fara í milliriðil. Annað væru gríðarleg vonbrigði. Íslensku leikmennirnir súrir á svip eftir tap á HM í Egyptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Það er svo helst þrennt sem þarf að lagast frá síðustu árum til að Ísland geti átt gott Evrópumót, fyrir utan það augljósa að vörn og markvarsla þurfa að vera í lagi. Línuspil óskast Línuspilið þarf að vera betra en það hefur verið á síðustu mótum. Eftir langa valdatíð Róberts Gunnarssonar á línunni kom Kári Kristján Kristjánsson með sterka innkomu. En eftir að það hægðist á honum hefur verið fátt um fína línudrætti hjá íslenska liðinu. Sem er synd með Aron og aðra línu- og alsjáandi menn fyrir utan. Allir þrír línumennirnir í íslenska hópnum, Arnar Freyr Arnarsson, Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson, eru betri í vörn en sókn en það er vonandi að þeir stígi skref fram á við á sóknarhelmingnum á EM. Ísland mætir Portúgal í kvöld, Hollandi á sunnudaginn og Ungverjalandi á þriðjudaginn.epa/Petr David Josek Í annan stað þarf íslenska liðið að skora fleiri ódýr mörk, úr hraðaupphlaupum, seinni bylgjunni og hraðri miðju. Á blómaskeiði landsliðsins heyrði það til undantekninga ef það skoraði ekki þrjátíu mörk eða meira í leik. Það var ekki bara vegna skilvirks sóknarleiks heldur einnig vegna frábærlega útfærðra hraðaupphlaupa og vægðarleysis í að keyra í bakið á andstæðingnum. Þessum ódýru mörkum hefur fækkað mjög síðustu ár þrátt fyrir að varnarleikurinn hafi oft verið sterkur. Íslenska liðið hefur sannarlega ekki mátt við því enda hefur fjöldi skoraðra marka hjá því á stórmótum hríðfallið síðustu ár. Með ólíka hæfileika Þá þarf að fá jafnara og betra framlag frá hægri skyttunum. Ekki vantar úrvalið þar. Viltu skot langt utan af velli? Stígðu fram Kristján Örn Kristjánsson. Viltu fá kjarnorkudrifin skot? Teitur Örn Einarsson sér um það. Viltu fá fyrsta flokks leikskilning og frábæra fótavinnu? Viggó Kristjánsson er þinn maður. Og viljirðu fá handboltaofvita sem getur brotist í gegn, gefið stoðsendingar, skorað með lúmskum smuguskotum og staðið fína vörn passar Ómar Ingi Magnússon við þá starfslýsingu. Pressa er á Íþróttamanni ársins 2021, Ómari Inga Magnússyni.mummi lú Sá síðastnefndi átti stórkostleg ár í fyrra, var markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar, vann tvo titla og er besti leikmaðurinn í besta liðinu í bestu deild heims. Og já, Íþróttamaður ársins á Íslandi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ómar Ingi átt mjög farsælan feril með sínum félagsliðum. Hann hefur hins vegar ekki enn sýnt þær hliðar með landsliðinu og á mikið inni þar. Óskandi væri að hann næði að sýna þær á EM. Kominn tími til að stíga næsta skref Kynslóðaskipti, endurnýjun og uppbygging eru orðin sem hafa verið notuð af landsliðinu og í umræðunni um það undanfarin ár. Búið er að sá, sá og sá og nú er komið að uppskerudegi. Guðmundur Guðmundsson er á sínu fjórða stórmóti eftir að hann tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn 2018.epa/Petr David Josek Ekki er lengur hægt að tala um að íslenska liðið sé ungt og efnilegt. Þótt leikjafjöldinn á mann sé kannski ekki mikill hafa flestir þeirra sem eru í stórum hlutverkum í því farið á allavega þrjú stórmót. Það má og á að gera kröfur til þessa liðs. Það er gott. Á næstu dögum komumst við svo að því hversu gott það er.
EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira