Erlent

Vatnið í eyranu reyndist vera kakka­lakki

Eiður Þór Árnason skrifar
Kakkalakkar eru sjaldan eftirsóknarverðir sambýlingar. Myndin er úr safni.
Kakkalakkar eru sjaldan eftirsóknarverðir sambýlingar. Myndin er úr safni. Getty/PansLaos

Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér.

Í fyrstu taldi Zane Wedding um að ræða vatn frá því hann fékk sér sundsprett á föstudag. Fljótlega eftir sundið vaknaði hann af síðdegisblundi með stíflu í eyra og leið eins og eitthvað væri þar spriklandi.

Á sunnudag leitaði Wedding sér læknisaðstoðar. Þar var eyrað skolað, sýklalyfjum ávísað og honum sagt að beina hárþurrku að eyranu á sér.

Hann segir í samtali við The Guardian að þá hafi ástandið versnað til muna, hann misst heyrnina á öðru eyranu og átt erfitt með að sofa.

Næst bókaði hann tíma hjá eyrnasérfræðingi sem leit inn í eyrað á mánudag og var fljót að sjá að það væri ekki beint vökvi sem vvar að angra Wedding. Nokkrum mínútum síðar var hún búin að fjarlægja dauðan kakkalakka úr eyranu með sogtóli og töngum.

„Ég hafði verið að elda hann frá því á laugardag,“ segir Wedding léttur í bragði.

Hann gaf forviða lækninum skordýrið sem minjagrip sem hafði aldrei upplifað annað eins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×